Bíófréttir – Væntanlegt
Óskar í vændum?
Lífið fer í hringi ásamt árstíðunum og nú þegar Óskarsverðlauna-
hátíðin 2019 er að baki eru menn þegar farnir að spá í hvaða
myndir það verði sem keppa munu á næstu verðlaunatíð um
helstu verðlaun ársins. Ein þeirra mynda sem er strax að fá mikla
athygli er myndin Rocketman eftir Dexter Fletcher en hún segir frá
ævi Reginalds Kenneth Dwight sem vakti athygli fyrir tónlistargáfu
sína á unga aldri og varð síðan heimsfrægur sem Elton John. Það er
Taron Egerton sem fer með hlutverk Eltons og vangaveltur um að
þarna sé á ferðinni ein af verðlaunamyndum ársins fengu byr undir
báða vængi á dögunum þegar fyrsta langa stiklan úr myndinni
var frumsýnd enda þykir hún alveg frábær. Það dregur ekki úr að
leikstjóri myndarinnar er Dexter Fletcher sem eins og margir vita
tók við taumunum þegar Bryan Singer gekk úr skaptinu og kláraði
að leikstýra Bohemian Rhapsody án þess þó að hans framlags sé
getið á kreditlistum. Sagan segir að Dexter hafi tekist snilldarlega
vel upp með Rocketman og að það skemmi ekki fyrir að Taron
Egerton sé algjörlega frábær í hlutverki hins mikla músíkants. Við
sjáum hvað setur en myndin verður að öllum líkindum frumsýnd í
byrjun júní og þá kemur þetta allt í ljós.
Önnur mynd sem nefnd
hefur verið að undanförnu
sem líklegur verðlauna-
kandídat ársins 2019 tengist
líka tónlist. Þetta er myndin
Yesterday eftir þá Danny
Boyle og handritshöfundinn
Richard Curtis, en hún segir
frá tónlistarmanninum Jack
Malik sem rankar við sér á
spítala eftir að ekið er á hann
og kemst þá að því að hann
er kominn inn í einhvers
konar hliðarveröld þar sem
Bítlarnir hafa aldrei verið
til og þá ekki lögin þeirra
heldur. Jack kann hins vegar
öll lögin og þótt hann reyni í
fyrstu að segja fólki frá því að hann sé ekki höfundurinn þýðir það
ekki neitt og áður en varir er hann orðinn heimsfrægur og er um
leið kominn í hóp með vinsælustu lagahöfundum allra tíma.
Það er Himesh Patel sem leikur Jack en hann er þekktastur fyrir
að leika Tamwar Masood í Eastenders-sjónvarpsseríunni og Nitin í
gamanþáttunum Damned. Með önnur stór hlutverk fara m.a. þær
Lily James, Ana de Armas og Kate McKinnon og þeir James Corden
og Ed Sheeran leika sjálfa sig. Tvær langar stiklur úr myndinni hafa
verið frumsýndar og hvað sem öllum verðlaunum líður þá spáum
við því hér á Myndum mánaðarins að Yesterday verði einn af
stórsmellum næsta sumars, en myndina á að frumsýna í júní.
10
Myndir mánaðarins
Magnaður árangur
Undanfarin fimm ár hafa verið mikið
ævintýri í lífi rithöfundarins Önnu
Todd sem hóf á árinu 2013 að skrifa
sögur inni á sögusamfélagsmiðlinum
Wattpad, sögur sem voru innblásnar
af hrifningu hennar á tónlist hljóm-
sveitarinnar One Direction og ekki
síður á einum að meðlimum hennar,
Harry Styles. Það er skemmst frá því
að segja að sögurnar, sem bera sam-
heitið After, slógu í gegn og urðu innan
árs að prentuðum metsölubókum
sem fengu frábæra dóma og hafa svo
á þeim stutta tíma sem liðinn er verið þýddar á meira en þrjátíu
tungumál og víða farið í efsta sæti bóksölulista, t.d. í Frakklandi,
á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi. Er nú talið að þær hafi selst í meira
en 15 milljónum eintaka. Að auki er nú búið að kvikmynda þessar
sögur, eða hluta þeirra, og er sú mynd væntanleg í bíó í apríl. Við
kynnum hana því betur í næsta blaði en bendum áhugasömum
á að skoða myndina á netinu þar sem fyrstu stikluna er að finna.
Tvær teiknimyndir í apríl
Góðar teiknimyndir njóta sívinsælda í
kvikmyndahúsum og í apríl verða tvær
slíkar glænýjar myndir frumsýndar.
Sú fyrri er myndin Undragarðurinn, eða
Wonder Park á ensku, og segir frá ungri
stúlku sem lendir í ævintýri lífs síns þegar
hún finnur sannkallaða ævintýraveröld
þar sem allt sem hún getur ímyndað sér
verður að veruleika.
Seinni myndin heitir Týndi hlekkurinn,
eða Missing Link og er eftir Chris Butler
sem skrifaði m.a. Kubo and the Two
Strings og ParaNorman og leikstýrði
einnig þeirri síðarnefndu. Hér segir frá
herra Link sem er forsögulegur maður,
eiginlega mannapi, sem ákveður að ráða
í þjónustu sína landkönnuðinn Lionel
Frost til að hjálpa sér að finna ættingja
sína sem herra Link telur að geti enn
hafst við í hinu dularfulla Sjangrí La-
héraði þar sem tíminn stendur kyrr.
Við kíkjum betur á báðar þessar teikni-
myndir í næsta blaði en þangað til geta
áhugasamir skoðað frábærar stiklurnar.