Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 23

Captive State Allar byltingar byrja á neista Í tiltölulega náinni framtíð hafa dularfullar „geimverur“ tekið völdin á Jörðu og fengið margt fólk í lið með sér. Á móti kemur að þeir eru líka margir sem geta ekki sætt sig við þessa nýju alheimsstjórn og leita því leiða til að velta geimverunum úr sessi. Til þess þarf mikla kænsku ... og enn meira hugrekki. Þeir eru margir sem kunna að meta góðar framtíðar- og vísinda- skáldsögur og Captive State, nýjasta mynd leikstjórans Ruperts Wyatt sem gerði m.a. myndirnar The Escapist, The Gambler og hina þrælgóðu Rise of the Planet of the Apes, hefur hitt beint í mark hjá þeim hópi. Þetta er ein af þeim myndum þar sem ekki má greina væntanlegum áhorfendum of mikið frá framvindunni til að skemma ekki fyrir upplifuninni en til viðbótar því sem kemur fram hér í innganginum má þó segja að myndin gerist í Chicago og er sagan fyrst og fremst sögð frá sjónarhóli lögreglumannsins Mulligans (John Goodman) sem hefur einsett sér að safna liði gegn geimverunum öflugu þótt það gæti hæglega kostað hann lífið ... Captive State Tryllir / Vísindaskáldsaga John Goodman leikur lögreglumanninn Mulligan sem fær m.a. í lið með sér hinn unga Gabriel (Ashton Sanders), en hann er sonur manns sem gerði uppreisn gegn geimverunum en féll í valinn. 109 VOD mín Aðalhlutverk: John Goodman, Ashton Sanders, Machine Gun Kelly, Vera Farmiga, D.B. Sweeney, Alan Ruck, Kevin Dunn og Jonathan Majors Leikstjórn: Rupert Wyatt Útgefandi: Myndform 28. júní Punktar .................................................... HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Paste Magaz. HHHH - Film Threat HHH 1/2 - C. Sun-Times HHH - Slant HHH - Rolling Stone HHH - The Guardian HHH - Empire Leikstjóri myndarinnar, Rupert Wyatt, skrifaði einnig söguna og handritið ásamt eiginkonu sinni, Ericu Beeney. l l Captive State er öll tekin upp þar sem hún gerist, þ.e. í Chicago. Tónlistarmaðurinn Richard Colson Baker, sem er betur þekktur sem Machine Gun Kelly, eða MGK, leikur stórt hlutverk í myndinni. l Machine Gun Kelly og Ashton Sanders í hlutverkum sínum. Veistu svarið? Eftir að leikstjórinn Rupert Wyatt lauk við The Gambler árið 2014 var altalað að hann myndi næst leikstýra myndinni Gambit um samnefnda ofurhetju. Úr því varð þó ekki og spurningin er: Hvaða þekkti leikstjóri mun leikstýra Gambit? Doug Liman. Myndir mánaðarins 23