Myndir mánaðarins MM Júní 2019 DVD VOD Tleikir | Page 12

Polaroid – If Beale Street Could Talk Ekki smella af Menntaskólaneminn Bird Fitcher starfar með skólanum í antíkverslun þar sem hún rekst dag einn á forláta polaroid-vél sem enn virðist í fínu lagi. Bird byrjar að taka myndir af sjálfri sér og skólafélögum sínum en ekki líður á löngu uns hún gerir sér grein fyrir að þeirra sem myndaðir eru með vélinni bíða hroðaleg örlög og dauði. Sú uppgötvun kemur hins vegar allt of seint. Það svífur sannkallaður ótti og skelfing yfir vötnunum í spennutryllinum Polaroid enda komast þeir sem hafa verið myndaðir með vélinni að því að þeir eru senni- lega dauðadæmdir finni þeir ekki leið til að koma böndum á mátt vélarinnar. Tilraunir til að eyðileggja myndirnar skapa bara enn meiri skelfingu því það sem kemur fyrir þær kemur einnig fyrir þá sem eru á þeim og myndavélina sjálfa er ekki heldur hægt að eyðileggja. Góð ráð verða því dýr en í æsilegu kapphlaupi við tímann áttar Bird sig á því að e.t.v. liggur lausnin í fortíðinni ... Punktar .................................................................. Höfundur Polaroid er norski leik- stjórinn Lars Klevberg og er myndin byggð á samnefndri stuttmynd hans frá 2015 sem vakti verulega athygli enda afar vel gerð í alla staði. l Polaroid-myndavélar komu fyrst á markað árið 1947 og þóttu mikil undratæki enda framkölluðu þær myndirnar sjálfar á nokkrum mínútum eftir að þær voru teknar. Vélarnar nutu mikilla vinsælda næstu áratugi og þess má geta að sú sem Bird finnur í myndinni er af gerðinni Polaroid SX- 70 sem framleidd var árið 1972. l 88 VOD mín Aðalhl.: Kathryn Prescott, Tyler Young, Samantha Log- an og Mitch Pileggi Leikstj.: Lars Klevberg Útg.: Sena 6. júní Tryllir Kathryn Prescott leikur Bird Fitcher sem finnur polaroid-myndavél og gerir sér auð- vitað enga grein fyrir því í fyrstu að hver sá sem hún myndar er dauðadæmdur. Sönn ást sigrar allt Þegar æskuvinur og núna unnusti og barnsfaðir Clementine Rivers er ranglega fangelsaður fyrir glæp sem hann framdi ekki hefur hún baráttu fyrir frelsi hans ásamt móður sinni, vinum og ættingjum. If Beale Street Could Talk er án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins 2018 en hún er gerð af Barry Jenkins sem gerði einnig Óskarsverð- launamyndina Moonlight árið 2016. Sagan er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu James Baldwin sem kom út árið 1974 og er ein- stök mannlífslýsing sem allir ættu að upplifa. Punktar ............................... VOD Drama/rómantík HHHHH - The Observer HHHHH - Empire 119 mín HHHHH - C. Sun-Times HHHHH - Telegraph HHHHH - R.Ebert.com HHHHH - CineVue 6. júní HHHHH - Vanity Fair HHHHH - L.A. Times Eins og sést hér fyrir ofan hefur myndin hlot- ið frábæra dóma gagnrýnenda og er hún með 8,6 í meðaleinkunn á Metacritic.com. l Regina King hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni sem var einnig tilnefnd fyrir tónlistina og handritið. l Stephan James og KiKi Layne leika par- ið Alonzo og Clementine í myndinni. 12 Myndir mánaðarins Aðalhlutverk: Regina King, KiKi Layne, Stephan James, Teyonah Parris, Colman Domingo og Brian Tyree Henry Leikstjórn: Barry Jenkins Útgefandi: Sena Þær Jessica Chastain og Sophie Turner sem leika saman í myndinni X-Men: Dark Phoenix voru í París á dögunum að kynna myndina fyrir frönsku áhugafólki um ofurhetjumyndir.