Myndir mánaðarins MM Júní 2019 Bíóhluti | Page 18

Men in Black: International Ef ekki þau, hver þá? Þegar MIB-leyniþjónustan fær veður af því að ný tegund geim- vera sem geta tekið á sig hvaða mynd sem er hafi uppi áætlun um að taka öll völd á Jörðu með tilheyrandi útrýmingarhættu fyrir mannkynið eru þau M og H send út af örkinni til að leysa málið. Það á hins vegar eftir að reynast hægara sagt en gert. Fjórða Men in Black-myndin verður frumsýnd 12. júní, milljónum aðdáenda þessarar frumlegu og fyndnu kvikmyndaseríu sem leik- stjórinn Barry Sonnenfeld skapaði árið 1997 vafalaust til mikillar ánægju. Þeir K og J sem Tommy Lee Jones og Will Smith léku í fyrstu myndunum þremur hafa nú lagt minnisútþurrkarann á hilluna og við keflinu eru tekin þau H og M sem leikin eru af Chris Hemsworth og Tessu Thompson. H er orðinn nokkuð reyndur í viðskiptum við geimverur en M er nýliði sem er þó alveg sannfærð um að þetta starf sé eins og sniðið fyrir sig. Á það á auðvitað eftir að reyna en þegar sá grunur vaknar að innan MIB-leyniþjónustunnar sé svikari verða málin enn snúnari og hættulegri en nokkur gat séð fyrir ... Men in Black: International Vísindaskáldsaga / Ævintýri / Gamanmynd Tessa Thompson og Chris Hemsworth leika aðalhlutverkin í myndinni, MIB-útsendarana M og H sem þurfa að koma í veg fyrir stórbrotin áform stórhættulegra geimvera um að taka völdin á Jörðinni. xx mín Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Tessa Thompson, Emma Thompson, Liam Neeson, Rebecca Ferguson, Kumail Nanjiani og Rafe Spall Leikstjórn: F. Gary Gray Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Kringlunni og Egilshöll, og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 12. júní Punktar .................................................... Sagan í myndinni gerist um sjö árum eftir atburðina í þriðju Men in Black-myndinni sem var einmitt frumsýnd fyrir sjö árum, 2012. l Handritshöfundar myndarinnar eru félagarnir Matt Holloway og Art Marcum en þeir skrifuðu m.a. handrit myndanna The Last Knight og Iron Man og eru nú að skrifa handrit hinnar væntanlegu Masters of the Universe þar sem ofurhetjan He-Man er allt í öllu. l Leikstjóri Men in Black: International er F. Gary Gray sem á margar góðar myndir að baki, svo sem Fast & Furious 8, Straight Outta Comp- ton, Law Abiding Citizen, Be Cool, The Italian Job og A Man Apart. l Þessi litla geimvera, Pawny, kemur talsvert við sögu í myndinni og það er leikarinn og grínistinn Kumail Nanjiani sem ljær henni rödd. Veistu svarið? Þetta er í þriðja sinn sem þau Chris Hemsworth og Tessa Thompson leika saman í mynd en það gerðu þau einnig í Thor: Ragnarök og Avengers: Endgame. Í þessum myndum lék Chris þrumu- guðinn Þór en hvaða persónu lék Tessa? Við vitum ekki hvernig þau M og H koma sér í þessar aðstæður en það kemur auðvitað í ljós þegar myndin verður frumsýnd 12. júní. Valkyrie. 18 Myndir mánaðarins