Myndir mánaðarins MM Júní 2019 Bíóhluti | Page 14

X-Men: Dark Phoenix Allir eiga sér aðra hlið Þegar alvarleg bilun í geimskutlu ógnar lífi geimfaranna í henni fær NASA Charles Xavier til að setja saman björgunarteymi úr hópi X-manna. Aðgerðin heppnast með þeirri undantekningu að Jean Grey verður fyrir gríðarlega öflugri sólareldingu sem hefði átt að ganga af henni dauðri en kallar þess í stað fram í henni nýja og illa útgáfu af persónu sem nefnist Dark Phoenix. X-Men: Dark Phoenix er tólfta X-Men-myndin í seríunni sem Bryan Singer hleypti af stokkunum árið 2000 og um leið sjöunda myndin í meginsögunni, þ.e. fyrir utan hliðarmyndirnar X-Men Origins: Wolverine, The Wolverine, Logan og Deadpool-myndirnar tvær. Hún gerist árið 1992, nokkrum árum eftir atburðina í X-Men Apocalypse, þegar X-fólkið hefur um nokkurt skeið lifað í sátt og samlyndi við aðra Jarðarbúa og um leið gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu þar sem hæfileikar þeirra hafa verið notaðir til góðs. Því mikilvæga jafnvægi er nú ógnað þegar Dark Phoenix yfirtekur líkama Jean Grey enda býr hún m.a. yfir ógnarkrafti sólarinnar og er sterkari en allir hinir X-mennirnir til samans. Hvað er til ráða gegn slíkri ógn? X-Men: Dark Phoenix Ofurhetjur / Ævintýri Það er enska leikkonan Sophie Turner sem leikur Jean Grey eins og hún gerði í X-Men: Apocalypse, en Sophie er einnig þekkt fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones- sjónvarpsþáttunum. 114 mín Aðalhlutverk: Sophie Turner, Jessica Chastain, James McAvoy, Evan Peters, Nicholas Hoult, Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Kodi Smit-McPhee, Tye Sheridan og Alexandra Shipp Leikstjórn: Simon Kinberg Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Egilshöll, og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 5. júní Punktar .................................................... Sagan í myndinni er byggð á einni vinsælustu X-Men-sögunni, The Dark Phoenix Saga, sem kom upphaflega út árið 1980 og var í nokkrum bindum. Í hana hefur lauslega verið vísað í fyrri mynd- unum en hér hefur hún verið kvikmynduð í heild sinni í fyrsta sinn. l Hermt er að The Dark Phoenix sé síðasta myndin í X-Men-sögunni sem hófst árið 2000 og sagði frá þeim persónum og leikendum sem kvikmyndaáhugafólk hefur síðan kynnst vel og náið á síðastliðnum 19 árum. Ný X-Men-saga mun svo væntanlega hefjast frá og með myndinni The New Mutants sem frumsýnd verður í apríl á næsta ári. l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Simon Kinberg, ræðir hér við Michael Fassbender fyrir tökur á einu atriði myndarinnar. Veistu svarið? Jean Grey var eins og flestir aðdáendur X-Men-sagn- anna vita leikin af Famke Janssen í fyrri myndunum áður en Sophie Turner tók við hlutverki hennar í Apocalypse. Færri vita kannski að eiginmaður hennar er X-maðurinn Scott Summers, öðru nafni ...? Jessica Chastain leikur dularfulla geimveru sem gerir hvað hún getur til að fá Phoenix til að snúast gegn félögum sínum og mannkyninu. Cyclops. 14 Myndir mánaðarins