Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 8

Gullkorn Ég elska að leika og kvarta ekki yfir hlutverkunum sem mér hafa verið boðin en ef ég á að segja eitthvað neikvætt um starfið þá væri það að mér leiðist að búa í ferðatöskum og vera of lengi fjarri fjölskyldu og vinum. - Jason Clarke. Ég er á því að það sé ekkert til sem er fullkomið og að það sé ekki hægt að búa neitt til sem er fullkomið. Þetta orð er bara hugtak sem fólk notar yfir sitt besta hverju sinni. Það er alltaf hægt að gera betur. - Elle Fanning. Breytingar eru alheimslögmál og að reyna að standa gegn þeim er orsök alls sem fer úrskeiðis. - Craig Ferguson. Hasarmyndir eru í uppáhaldi hjá mér og ef ég réði þessu sjálf þá myndi ég helst vilja leika í þannig myndum. Uppá- haldsleikarinn minn í æsku var Arnold Schwarzenegger og Tor- tímandinn 1 og 2 eru mínar uppá- haldsmyndir. - Kaya Scodelario. 8 Myndir mánaðarins Þetta eru gjörólík störf en þar sem ég hef reynslu af hvorutveggja þá get ég sagt alveg hiklaust að starf handritshöfundarins er miklu vandasamara en starf leikarans. - Donald Glover. Flestir leikstjórar sem eru að vinna fyrir Hollywood eru undir mikilli pressu að klára allt sem fyrst og það hefur áhrif á alla sem vinna með þeim, ekki síst leikarana. Quentin lætur ekki undan þessari pressu og gefur bæði sjáfum sér og öllum nægan tíma til að gera hlutina eins vel og hægt er. Þessi afslöppuðu vinnubrögð eiga stóran þátt í að myndirnar hans eru svona góðar. - Jamie Foxx. Friedrich Nietzsche, Michael Jackson, Charles Chaplin, Mariu Callas og Serge Gainsbourg. - Léa Seydoux, að nefna þær fimm persónur sem hún væri mest til í að hitta ef það væri í boði. Líkamsrækt er ekki bara góð fyrir líkamann sjálfan heldur líka, og ekki síður, fyrir geðheilsuna. - Charlie Hunnam. Mamma segir að ég hafi verið þriggja ára þegar ég sagði henni fyrst að ég ætlaði að verða leikkona. Síðan hefur aldrei neitt annað starf komið til greina. - Brie Larson. Yale er góður skóli en það sem mér finnst ég hafa lært mest og best af veru minni þar er að byggja upp úthald og sjálfsöryggi. - Lupita Nyong’o, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Yale-háskóla. Það er eitt varðandi minn feril sem ég ætla að laga í framtíðinni. Þetta hefur þróast þannig hjá mér að ég er að fara í verkefni sem tekur þrjú til fjögur ár að klára. Eftir þann hjalla sem framundan er ætla ég að breyta þessu. Ég ætla að fara að gera myndir sem taka bara eitt ár í vinnslu. - Peter Jackson, sem er nú að vinna að tveimur myndum í einu um Tinna, Tobba og félaga. Frægðin er eitur. Hún étur frá þér einkalífið og gerir þig svo óöruggan að þú verður að fá þér öryggismyndavélar, járnhlið, skothelt gler og lífverði. - Zach Galifianakis. Ég varð upphaflega frægur fyrir að leika svölu gaurana. Allar götur síðan hef ég leikið menn sem glíma við sjálfsóöryggi. Ég hef aldrei fyllilega skilið hvernig þetta þróaðist þannig, en ekki misskilja mig samt. Ég hef fundið mig í hlutverkum hinna óöruggu. - Matthew Broderick. Þegar ég er að gera eitthvað sem tengist leiklist á ég ekki í nokkrum erfiðleikum með að einbeita mér. Einbeitingin fer einhvern veginn á sjálfstýringu. En þegar ég er að gera eitthvað annað, hversdagslega hluti, breytist ég í utangátta prófessor sem man ekki hvað hann gerði við gler- augun. Þetta er eins og að lifa í tveimur mismunandi heimum. - Rami Malek. Sumir halda að ég sé feimin. En ég er það ekki. Ég bara hverf stundum upp úr þurru inn í minn eigin hugarheim og það er misskilið sem feimni. - Mia Wasikowska. Já, já, ég hef leikið í nokkrum myndum sem ég er fegin að fáir sáu. Takk fyrir að spyrja. - Annette Bening.