Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 23

Týndur Hlekkur Týndur í tíma Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður, þ.e. hann lítur út fyrir að vera api, en er í raun maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn og lávarðinn Lionel Frost til að aðstoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögu- lega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Týndur Hlekkur er gerð af sömu aðilum og gerðu m.a. teiknimyndirn- ar Kubo and the Two Strings, The Boxtrolls, ParaNorman og Coraline. Hér segir frá því þegar lávarðinum og landkönnuðinum Lionel Frost berst bréf frá einhverjum sem biður hann um að koma og hitta sig í skógi einum. Lionel skorast ekki undan þeirri áskorun frekar en öðrum og verður að sjálfsögðu mjög hissa þegar hann kemst að því að bréfið er frá herra Hlekk, hinum týnda hlekk í þróunarsögu mannsins, sem biður hann um aðstoð við að finna ættingja sína. Að sjálfsögðu er Lionel til í það og ásamt hinni röggsömu Adelinu leggja þeir Hlekkur upp í ævintýralega langferð í leit að Sjangrí-La ... Punktar .................................................... Myndin kemur út bæði með íslenskri talsetningu og enskri en í henni eru það m.a. þau Hugh Jackman, Zach Galifianakis, Zoe Saldana, Matt Lucas, Stephen Fry, David Walliams, Emma Thomp- son og Timothy Olyphant sem tala fyrir helstu persónurnar. l Týndur Hlekkur Teiknimynd DVD VOD 95 mín Íslensk talsetning: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Rúnar Freyr Gíslason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Arnar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Salka Sól Eyfeld, Selma Lóa Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Eyþór Ingi Gunnlaugsson Þýðandi: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 25. júlí Myndir mánaðarins 23