Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 14

Freaks of Nature – To Dust Eitthvað er um það bil að fara að gerast! Freaks of Nature er léttgeggjuð saga sem gerist í bænum Dillford í Ohio þar sem vampírur, uppvakningar og venjulegt fólk býr saman – ekki beint í sátt og samlyndi. Þeir sem hafa gaman af undirfurðulegum sögum sem innihalda vampírur, uppvakninga, fólk og geimverur ættu að kíkja á þessa mynd, en handrit hennar, sem er eftir Oren Uziel, var á sínum tíma á svarta listanum svokallaða í Hollywood sem eitt áhugaverðasta ókvik- myndaða handritið, enda þykir það mjög gott. Þótt hinum kostulegu íbúum Dillford-bæjar greini á um ýmsa hluti verða þeir þó sammála um að standa saman þegar ókennilegar geimverur sem hafa ekkert gott í huga gera dag einn árás á samfélag þeirra. 92 VOD mín Grínfantasía 11. júlí Fyrir utan þá leikara sem nefndir eru hér fyrir neðan í aðalhlutverkum fara m.a. þau Joan Cusack, Bob Oden- kirk, Keegan-Michael Key, Patton Oswalt, Vanessa Hud- gens og Denis Leary með stór hlutverk í myndinni. Aðalhlutverk: Nicholas Braun, Mackenzie Davis og Josh Fadem Leikstjórn: Robbie Pickering Útgefandi: Sena Hvað gerist svo? Háskólaprófessorinn Albert fær sérkennilegt verkefni þegar gyðingurinn Shmuel, sem nýlega varð ekkill, leitar til hans með spurningu sem sækir á hann um dauðann. HHHH1/2 - The Wrap HHHH1/2 - Film Threat HHH1/2 - Chicago Sun-Times HHH1/2 - R.Ebert.com HHH1/2 - Los Angeles Times HHH1/2 - H. Reporter VOD Gamandrama 90 mín 11. júlí Kathy Griffin, Aubrey Plaza og Mark Hamill bregða hér á leik á frumsýningu myndarinnar Child’s Play í Los Angeles 19. júní, en í henni talar Mark fyrir vondu dúkkuna Chucky. 14 Myndir mánaðarins Það er óhætt að mæla með þessu launfyndna gam- andrama við áhorfendur sem kunna að meta undir- liggjandi húmor sem á köflum verður nokkuð svartur. Spurningin sem sækir svo á hinn strangtrúaða Shmuel að hann á erfitt með svefn er hvernig lík eiginkonu hans lítur út þegar hún byrjar að ... öööö ... breytast aftur í moldina sem hún kom úr. Albert ber auðvitað engin skylda til að svara þessu en lætur samt til leiðast án þess að gruna að það sé bara upphafið að enn viðameira verkefni fyrir hann – því þótt svarið liggi í augum uppi fyrir hann þá er Shmuel engu nær ... Matthew Broderick og Géza Röhrig þykja ná einstaklega vel saman sem hinir gerólíku Albert og Shmuel. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Géza Röhrig, Bern Cohen og Sammy Voit Leikstjórn: Shawn Snyder Útgefandi: Sena Leikarinn Milo Ventimiglia stillir sér hér stoltur upp með nýja og sérútbúna Harley- Davidson-hjólinu sem hann var að kaupa hjá umboðinu í Los Angeles 19. júní. En Milo var ekki sá eini sem fékk sér nýtt mótorhjól í júní því það gerði Justin Bieber líka. Hér sést eiginkona hans, Hailey Baldwin, smella af mynd þegar hann móttók fákinn.