Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 12

Papillon – Piercing Uppgjöf er ekki valkostur Sönn saga Frakkans Henris Charrière (kallaður Papillon, eða „fiðrildið“ vegna fiðrildahúðflúrs á bringu hans) sem var árið 1931 dæmdur í ævilangt fangelsi og tíu ára þrælkunarvinnu í St-Laurent-du-Maroni-fangelsinu í nýlendu Frakka í Gíneu fyrir morð sem hann neitaði ætíð að hafa framið. Það má segja að mögnuð saga Henris Charrière kristallist í tvennu, annars vegar vináttu hans og annars fanga, Louis Dega, sem var dæmdur í fangelsi á sama tíma fyrir skjalafals og hins vegar í flóttatilraunum Henris sem var frá upphafi fangavistarinnar staðráðinn í að öðlast frelsi sitt á ný. Þær tilraunir áttu eftir að kosta hann áralanga einangrunarvist og síðan flutning til svonefndrar Djöflaeyju úti fyrir strönd Frönsku Gíneu, en frá henni átti enginn fangi að geta sloppið ... Punktar .................................................................. HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Village Voice HHH 1/2 - Variety HHH - The Guardian HHH - Rolling Stone HHH - Wall Street Journal Handrit myndarinnar er skrifað af Aaron Guzikowski (Prisoners, Contra- band) eftir sjálfsævisögu Henris Charrière en byggir einnig að stórum hluta á handriti Daltons Trumbo og Lorenzo Semple Jr. að samnefndri mynd frá árinu 1973 þar sem Steve McQueen og Dustin Hoffman léku þá Henri Charrière og Louis Dega í leikstjórn Franklin J. Schaffner. l VOD 133 mín Aðalhl.: Charlie Hunnam, Rami Malek og Christopher Fairbank Leikstjórn: Michael Noer Útg.: Myndform 5. júlí Sannsögulegt Charlie Hunnan létti sig um 20 kíló á meðan á tökum myndarinnar stóð, ekki síst til að gera einangrunarvistina sem Henri þurfti að sæta trúverðugri. l Rami Malek og Charlie Hunnan leika þá Louis Vega og „fiðrildið“ Henri Charrière sem mynduðu með sér nána vináttu þegar þeir sátu saman í fangelsinu. Er ekki allt í lagi? Við fyrstu sýn verkar Reed eins og hver annar ungur maður, en hann hefur nýlega eignast sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni, Monu. En innra með Reed býr sannkallað fól sem langar alveg óskaplega til að drepa einhvern. Hér er á ferðinni frumleg mynd með frumlegri sögu sem getur flokkast bæði sem tryllir, hrollvekja og kolbikasvört kómedía með súrrealískum undirtón, allt eftir því hvernig á hana er litið. Hinn brenglaði Reed hefur ákveðið að láta draum sinn um að drepa manneskju rætast og segir eiginkonu sinni að hann sé á leið út úr borginni í viðskiptaerindum þegar hann ætlar í raun að leigja sér hótelherbergi og myrða einhverja vændiskonu. En þetta plan á heldur betur eftir að fara úrskeiðis ... Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Chic. Tribune HHHH - N.Y. Magazine HHHH - H. Reporter HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - New York Times HHH 1/2 - Variety Piercing er önnur mynd bandaríska leikstjórans Nicolas Pesce en sú fyrri var hin hrollvekjuskotna The Eyes of My Mother sem var frumsýnd 2016. l Nicolas Pesce skrifaði einnig hand- ritið en það er byggt á verðlauna- skáldsögu japanska rithöfundarins Ryûs Murakami sem kom út árið 1994 og heitir Piasshingu á frummálinu. l VOD 81 mín Aðalhlutverk: Christopher Abbott, Mia Wasikowska og Laia Costa Leikstjórn: Nicolas Pesce Útgefandi: Myndform Tryllir/svartur húmor 12 Myndir mánaðarins 5. júlí Piercing hefur víða vakið ómælda athygli og hlaut Nicolas Pesci m.a. gagnrýnendaverðlaunin á svissnesku Neuchâtel-fantasíuhátíðinni fyrir leik- stjórn myndarinnar. l Mia Wasikowska og Christopher Abbott í hlutverkum sínum sem fylgdarkonan Jackie og hinn morðóði Reed.