Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 10
Að temja drekann sinn 3
Öll ævintýri taka enda
Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins
Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta
ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa
drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á
sitt vald. Sú barátta snýst síðan upp í kapphlaup um að finna á
ný „Hið horfna land“ þar sem drekar eru óhultir fyrir mönnum.
Sagan gerist um ári eftir atburðina í mynd númer tvö og Hiksti hefur
ásamt sínu fólki unnið hörðum höndum við að skapa hinn fullkomna
stað á Jörðu, borgríkið Berk, þar sem menn og drekar lifa saman
í sátt og samlyndi. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir komu hins
öfluga Grimmels sem hótar honum og hans fólki öllu illu láti hann
Tannlausa ekki af hendi. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina ...
Punktar ....................................................
HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Variety HHHH - Observer
HHHH - Screen HHHH - H. Reporter HHHH - Wrap
Að temja drekann sinn 3 hefur hlotið toppdóma og er af flestum
talin besta myndin í þessum ljúfa og spennandi þríleik sem byggð-
ur er á samnefndri bókaseríu rithöfundarins Cressidu Cowell. Það
má bóka að ef þér líkaði við fyrri myndirnar muntu elska þessa!
l
Myndin verður gefin út bæði með íslensku og ensku tali og má
geta þess að í ensku útgáfunni eru það þau Jay Baruchel, America
Ferrera, F. Murray Abraham, Cate Blanchett, Gerard Butler, Craig
Ferguson, Jonah Hill, Christopher Mintz-Plasse, Kristen Wiig og Kit
Harington sem ljá helstu persónunum raddir sínar.
l
Að temja drekann sinn 3
Teiknimynd
DVD
104
mín
Íslensk talsetning: Sturla Sighvatsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Ólafur Egilsson, Sigurður Þór Óskarsson, Urður Bergsdóttir, Þórunn
Lárusdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Sigurbjartur Atlason, Þór Tulinius,
Ólafur Darri Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hjálmar Hjálmarsson
og Steinn Ármann Magnússon Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason
Útgefandi: Myndform
4. júlí
10
Myndir mánaðarins