Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 Bíóhluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Rómantíska kómedían Yesterday verður frumsýnd 26. júní og er spáð miklum vinsældum í kvikmyndahúsum heimsins. Elisabeth Moss, Melissa McCarthy og Tiffany Haddish leika aðalhlutverkin í myndinni The Kitchen sem kemur í bíó í ágúst. Sjáumst í bíó! Konurnar taka völdin Þetta blað fór í prentun dálítið fyrr í mánuðinum en venjan er og þegar það kemur út á enn eftir að frumsýna tvær af aðalmyndum júnímánaðar, Yesterday, sem búist er við að verði stórsmellur og svo þriðju myndina um andsetnu brúðuna Annabelle sem virðist alltaf finna leið til að hrella mann og annan þrátt fyrir að vera kirfilega lokuð inni í búri í kirfilega lokuðum kjallaraherbergjum. Þess utan er nýbúið að frumsýna þrjár aðrar ólíkar en góðar myndir, Toy Story 4 sem fengið hefur frábæra dóma og enginn má missa af í bíó, heimildarmyndina um knattspyrnugoðið Diego Maradona sem ætti að vera skylduáhorf fyrir bæði fótboltaunnendur og unnendur góðra heimildarmynda og svo rómantíska grínsmellinn Long Shot þar sem þau Seth Rogen og Charlize Theron koma öll- um á óvart og rugla saman reitum. Það er því full ástæða fyrir allt kvikmyndaáhugafólk að skella sér í bíó í vikunni og klára júní- skammtinn áður en júlímyndirnar koma og taka hvíta tjaldið yfir! The Kitchen er fyrsta leikstjórnarverkefni Andreu Berloff sem leikstjóra, en hún skrif- aði einnig handritið og á auk þess að baki t.d. handrit myndanna Sleepless, Blood Father og Straight Outta Compton sem aflaði henni og meðhöfundum hennar tilnefninga til Óskarsverðlaunanna 2016 auk fjölda annarra viðurkenninga. Myndin, sem er væntanleg í kvikmynda- hús 14. ágúst, er byggð á samnefndum teiknimyndasögum eftir þá Ollie Masters og Ming Doyle sem DC Entertainment gaf út og segir frá þremur eiginkonum írskra mafíósa í New York árið 1978 sem ákveða að halda mafíustarfsemi eiginmanna sinna gangandi eftir að þeim er stungið í steininn. Sú starfsemi inniheldur öll almenn mafíuverkefni, þar með talið að senda óæskilega keppi- nauta yfir til forfeðra sinna snauti þeir ekki sjálfviljugir á braut. Fyrsta stiklan er nýkomin út og lofar það góðu að það kæmi okkur hér á Myndum mánaðarins ekki á óvart ef The Kitchen yrði þegar upp verður staðið ein af verðlaunamyndum ársins. Kíkið á hana. Doctor Sleep Hér sjáum við Ewan McGregor í hlutverki Dannys Torrance gægjast í gegnum gatið fræga sem faðir hans, Jack Torrance, hjó í baðherbergishurðina í mynd Stanleys Kubrick, The Shining, þegar hann var að reyna að ná bæði honum og móður hans til að drepa þau, óður af einhvers konar geðveiki sem yfirtekið hafði huga hans, en myndin var eins og flestir vita gerð árið 1980 eftir einni af mörgum frægum bókum Stephens King. Nú er sem sagt búið að kvikmynda framhald þessarar sögu eftir bókinni Doctor Sleep sem kom út 2013 þar sem aðalpersónan er fyrrnefndur Danny Torrance þegar hann er kominn á miðjan aldur og er enn að glíma við afleiðingarnar af því sem gerðist á Overlook-hótelinu. Honum hefur hins vegar tekist að fanga hluta af þeirri skyggnigáfu sem hann býr yfir og nota hana til góðs en á það reynir þegar hann hittir unga stúlku sem virðist búa yfir sömu gáfu og hann sjálfur. Myndin, sem Mike Flanagan leikstýrir, verður frumsýnd í nóvember og er þeim sem vilja vita meira bent á að skoða glænýja stikluna. 6 Myndir mánaðarins