Myndir mánaðarins MM Janúar 2020 Bíóhluti | Page 18

Jojo Rabbit ekki Pant vera nasisti! Jojo er tíu ára drengur í ungliðahreyfingu Adolfs Hitlers, svo- nefndri Hitlersæsku, þar sem ungdóminum er m.a. kennt að meðhöndla vopn og að gyðingar séu rót alls ills. Þegar Jojo, sem á sér ímyndaðan vin að nafni Adolf, uppgötvar dag einn að móðir hans hefur falið gyðingastelpu í húsi þeirra neyðist hann til að endurmeta allt sem hann hefur lært um nasisma. Jojo Rabbit er eftir nýsjálenska húmoristann Taika Waititi (Hunt for the Wilderpeople, Thor: Ragnarok) sem byggir söguna lauslega á skáldsögu belgíska rithöfundarins Christine Leunens, Caging Skies. Sagan gerist undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og segir frá Jojo sem býr ásamt móður sinni í ónefndri þýskri borg og dáir foringjann umfram flesta. En þegar hann finnur gyðingastelpuna Elsu á milli þilja á heimili sínu tekur sýn hans á lífið og tilveruna stakkaskiptum. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Taika Waititi, leikur hinn ímyndaða vin Jojos, Adolf (sem er grunsamlega líkur nafna sínum Hitler) og það er hinn ellefu ára Roman Griffin Davis sem leikur Jojo. Þess má geta að Roman, sem hér tekst á við sitt fyrsta hlutverk, er nú tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Jojo Rabbit Gamandrama / Satíra 108 mín Aðalhlutverk: Roman Griffin Davis, Scarlett Johansson, Taika Waititi, Sam Rockwell, Rebel Wilson, Thomasin McKenzie, Stephen Merchant, Alfie Allen og Archie Yates Leikstjórn: Taika Waititi Bíó: Háskólabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 3. janúar Punktar ....................................................  - Orig. Cin  - USA Today  1/2 - Paste  1/2 - F. Threat  1/2 - A. Chronicle  1/2 - E.W.  1/2 - Chicago Sun-Times  1/2 - Washington Post  - Time Magazine  - Time Out  - CineVue Jojo Rabbit hefur þegar hlotið mörg verðlaun, t.d. áhorfendaverð- launin á Toronto-kvikmyndahátíðinni og verðlaun bæði bandarísku kvikmyndastofnunarinnar (AFI) og samtaka bandarískra gagnrýn- enda sem ein af tíu bestu myndum ársins. Myndin er nú tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, sem besta mynd ársins og fyrir leik Romans Griffin Davis í aðalhlutverki, og er viðbúið að hún verði einnig áberandi á öðrum komandi stórverðlaunahátíðum. l Scarlett Johansson leikur móður Jojos, hina hugrökku Rosie. Veistu svarið? Sú sem leikur Elsu í Jojo Rabbit, nýsjálenska leikkonan Thomasin McKenzie, er ein þeirra sem spáð er hvað mestum leiklistarframa á næstu árum en hún sló m.a. rækilega í gegn í fyrra í myndinni Leave No Trace eftir Debru Granik. Hver lék föður hennar í þeirri mynd? Breski grínistinn Stephen Merchant er á meðal margra góðra leikara í myndinni og fer létt með að túlka Gestapó-útsendarann Deertz. Ben Foster. 18 Myndir mánaðarins