Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 14
Puzzle
Eitt púsl í einu
Agnes er miðstéttarkona sem býr með eiginmanni sínum og tveimur börn-
um þeirra í úthverfi stórborgar. Lífið er orðið að rútínu hjá Agnesi þar sem
hún gerir sömu hlutina á hverjum degi, þrífur, þvær og eldar og passar að
allt sé í röð og reglu þegar eiginmaðurinn og börnin koma heim. Þessi rút-
ína byrjar hins vegar að fara úr skorðum þegar Agnes fær púsluspil að gjöf.
Agnes uppgötvar að hún hefur það í sér að púsla og á mun auðveldara með það
en aðrir að koma auga á réttu púslin í hrúgunni. Þetta leiðir hana í leit að meira
krefjandi púslum sem aftur leiðir til þess að hún kynnist púsluspilsmeistaranum
Robert sem er einmitt að leita sér að félaga til að taka þátt í stóru púsluspilsmóti.
Agnes slær til, en heimavið hrannast vandamálin upp og þau þarf líka að leysa ...
Punktar ..................................................................
HHHH - E.W. HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - Observer
HHHH - Screen HHHH - L.A. Times HHHH - Wrap HHHH - Playlist
Puzzle hefur ferðast á milli kvik-
myndahátíða á undanförnum mán-
uðum og hvarvetna hlotið góðar
viðtökur og dóma. Þetta er mynd fyrir
fólk sem vill sjá raunsannar myndir
um venjulegar persónur og það
skemmir ekki fyrir að hún er full af
húmor, hlýju og rómantík.
l
VOD
103
mín
Aðalhlutverk: Kelly Macdonald, Irrfan Khan og David
Denman Leikstjórn: Marc Turtletaub Útgefandi: Sena
Drama/rómantík
10. janúar
Emily Blunt var græn og glöð þar sem hún
mætti í viðtal 17. desember við þáttastjórn-
endur morgunþáttarins Good Morning
America til að ræða um Mary Poppins.
14
Myndir mánaðarins
Þetta er önnur mynd Marcs Turtle-
taub sem leikstjóra en hann er einnig
umsvifamikill framleiðandi og á sem
slíkur að baki myndir eins og Little
Miss Sunshine, Safety Not Guaranteed,
Loving og Our Idiot Brother.
l
Á sama tíma var Sandra Bullock gul og glöð
að mæta í viðtal við Stephen Colbert í þætt-
inum The Late Show og sennilega hefur
nýjustu mynd hennar Bird Box borið á góma.
Kelly Macdonald í hlutverki Agnesar sem
finnur sig aldrei betur en þegar hún púslar.
Scott Eastwood var hins vegar ekkert að spá
í viðtöl á sama tíma enda var hann bara í
slökun í Miami í Flórída, buslaði í sjónum
og lét sólina baka sig aðeins meira brúnan.