Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 12

Night School ekki Það er leikur að læra Teddy Walker er sölumaður af guðs náð en á við þann vanda að stríða að hann hætti í framhaldsskóla á sínum tíma og tók aldrei lokaprófið. Af þeim sökum getur hann ekki fengið starf þar sem launin eru nógu mikil til að hann geti stofnað fjöl- skyldu með sinni heittelskuðu Lisu. Og hvað gera menn þá? Jú ... menn fara auðvitað í kvöldskóla og freista þess að ná prófinu þótt seint sé og um það fjallar þessi lauflétta gamanmynd. Vanda- málið í tilfelli Teddys er að hann þjáist af öllu sem kemur í veg fyrir að hann geti lært, þ. á m. bæði les- og skrifblindu auk þess sem hann er hræddur við tölur og getur ekki leyst einföldustu stærð- fræðidæmi. Honum til happs er að kennarinn hans í skólanum, Carrie, er ekkert blávatn og sættir sig ekki við annað en árangur... Hinn skemmtilegi Kevin Hart leikur Teddy Walker sem þarf nauðsyn- lega að ná framhaldsskólaprófi svo hann geti fengið vinnu hjá fjár- málafyrirtæki. Vandamálið er að hann virðist ekki geta lært neitt. Night School Gamanmynd 111 DVD mín Punktar .................................................... Kevin Hart er sjálfur aðalframleiðandi myndarinnar og á einnig stóran þátt í handritsskrifunum. Um leið er þetta fyrsta bíómyndin sem hann framleiðir og einnig fyrsta bíóhandritið sem hann skrifar. l Aðalhlutverk: Kevin Hart, Tiffany Haddish, Keith David, Ben Schwartz, Anne Winters, Rob Riggle og Megalyn Echikunwoke Leikstjórn: Malcolm D. Lee Útgefandi: Myndform 10. janúar Leikstjóri myndarinnar, Malcolm D. Lee, á margar vinsælar myndir að baki og má þar nefna The Best Man, Undercover Brother, Soul Man, The Best Man Holiday og Girls Trip sem var frumsýnd í fyrra. l Þess má geta að þau Kevin Hart og Tiffany Haddish sem leika aðalhlutverkin hafa verið miklir vinir allt frá því að þau hittust sem uppistandarar árið 2005 hjá Comedy Central-sjónvarpsstöðinni. l Tiffany Haddish leikur kennarann Carrie sem er síður en svo tilbúin til að láta nemendur sína komast upp með eitthvert múður. Veistu svarið? Kevin Hart skóp sér fyrst nafn í skemmtanabrans- anum þegar hann sló í gegn sem uppistandsgrínari í grínklúbbum New York upp úr aldamótunum og hefur nú um árabil verið einn vinsælasti grínisti Bandaríkjanna. En í hvaða mynd lék hann síðast? Jumanji: Welcome to the Jungle. 12 Myndir mánaðarins Það slær margoft í brýnu á milli kennarans Carrie og Teddys enda sættir hún sig ekki við annað en að hann nái tilskildum prófum.