Myndir mánaðarins MM Janúar 2019 Bíóhluti | Page 30

Stan & Ollie Hin ósagða saga Þeir Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett kvikmyndanna og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlants- hafsins, þ. á m. á Íslandi þar sem karakterarnir sem þeir léku voru yfirleitt kallaðir Gøg og Gokke, sem var danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Stan & Ollie gerist undir lok ferils þeirra félaga þegar þeir sneru til Englands og héldu svo í sína síðustu sýningarferð. Það eru þeir John C. Reilly og Steve Coogan sem bregða sér hér í gervi þeirra Stans Laurel og Olivers Hardy og gera það á nánast fullkominn hátt, bæði í atriðum þar sem þeir eru að skemmta svo og utan sviðs. Handritið þykir og frábært en það er skrifað af Jeff Pope sem hlaut fjölda verðlauna fyrir síðasta bíómyndahandrit sitt, Philomena, þ. á m. BAFTA-verðlaunin og tilnefningu til Óskarsverðlauna. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir Stan og Oliver koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood þar sem þeir gerðu fjölmargar myndir. Þeir ákveða að fara í sýningarferðalag um Bretlandseyjar, en það gengur upp og niður, bæði vegna þess að ferill þeirra er á fallanda fæti þegar þarna er komið sögu og vegna þess að á milli þeirra ríkti ákveðinn ágreiningur vegna gamals atburðar sem aldrei hafði verið gerður upp. Auk þess var Laurel farinn að tapa heilsu. Samt sem áður voru þessir menn eins miklir perluvinir og hægt er að vera og þykir myndin lýsa sambandi þeirra afar vel, svo og sambandi þeirra við eiginkonur sínar Lucille Hardy og Idu Laurel sem þær Shirley Henderson og Nina Arianda þykja leika á óaðfinnanlegan hátt. Þetta er ljúf og góð mynd sem vonandi sem allra flestir sjá í bíó þar sem sagan og andrúmsloftið nýtur sín best ... Stan & Ollie Sannsögulegt 97 mín Aðalhlutverk: John C. Reilly, Steve Coogan, Shirley Henderson, Nina Arianda, Stephanie Hyam, Danny Huston, Susy Kane, Rufus Jones og Harry Hepple Leikstjórn: Jon S. Baird Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 25. janúar Þeir John C. Reilly og Steve Coogan hafa hlotið ómælt lof fyrir frábæra túlkun sína á gríntvíeykinu Oliver Hardy og Stan Laurel. Punktar .................................................... Stan & Ollie er þegar byrjuð að sópa til sín verðlaunum og til- nefningum og er John C. Reilly nú t.d. tilnefndur til Golden Globe- verðlaunanna fyrir sinn hlut. Myndin var einnig tilnefnd til sjö verðlauna á óháðu bresku kvikmyndahátíðinni og á nokkuð örugg- lega eftir að fá tilnefningar til BAFTA-verðlauna og jafnvel Óskars- verðlauna, en tilnefningar til þeirra verða kunngerðar í janúar. l Veistu svarið? Stan & Ollie er þriðja mynd leikstjórans Jons S. Baird í fullri lengd en þær fyrri voru myndirnar Cass (2008) og svo myndin Filth sem hann sendi frá sér 2013 og fjallaði um gjörspilltan lögreglumann sem notaði öll meðul til að koma sér áfram. Hver lék hann? Shirley Henderson og Nina Arianda leika eiginkonur þeirra félaga, Lucille og Idu, og þykja ekki síður frábærar í sínum hlutverkum. James McAvoy. 30 Myndir mánaðarins