Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 24
Bad Times at the El Royale
Sjö einstaklingar – sjö leyndarmál
Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna,
hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg
fortíðin svífur yfir vötnum. Á einum sólarhring fær allt þetta
fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til helvítis.
Sagan í Bad Times at the El Royale er ein af þessum sögum sem lang-
skemmtilegast er að vita sem minnst um áður en horft er á myndina.
Ástæðan er auðvitað að hún inniheldur margar fléttur og að engin
af þeim persónum sem við sögu koma eru allar þar sem þær eru í
fyrstu séðar. Nóg er að vita að myndin gerist á einum sólarhring og
segir frá sjö einstaklingum sem hittast á El Royale-hótelinu, en það
stendur þannig á ríkjamörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur
herbergjanna er Nevada-megin en hinn helmingurinn Kaliforníu-
megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir gista. Ekki líður
á löngu uns það verður ljóst að a.m.k. einhverjir af gestunum eru að
villa á sér heimildir og að allir hafa þeir eitthvað að fela. Hvað það er
kemur svo smám saman upp á yfirborðið – með tilheyrandi uppgjöri!
Bad Times at the El Royale
Spenna / Ráðgáta / Fléttur
Þrír af gestunum sjö sem gera málin upp á El Royale eru þau Laramie,
Daniel og Darlene sem Jon Hamm, Jeff Bridges og Cynthia Erivo leika.
140
VOD
mín
Punktar ....................................................
Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Jon Hamm, Dakota Johnson, Jeff
Bridges, Nick Offerman, Cynthia Erivo, Katharine Isabelle, Lewis
Pullman og Alvina August Leikstjórn: Drew Goddard
Útgefandi: Síminn og Vodafone
21. febrúar
HHHHH - Film Threat HHHH - Playlist HHHH - IGN
HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - Total Film
HHHH - Wrap HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - E.W.
Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Drew Goddard
sem hefur það m.a. á afrekaskránni að hafa skrifað handrit mynd-
anna The Martian, Cloverfield og World War Z auk handrits myndar-
innar The Cabin in the Woods sem hann leikstýrði einnig.
l
Dakota Johnson leikur Emily Summerspring í Bad Times at the El Royale.
Veistu svarið?
Þótt það komi ekki fram með beinum hætti í myndinni
þá bendir margt til að hún gerist á svipuðum tíma og
Bandaríkin sendu Apollo 11 til tunglsins, kvikmyndin
Midnight Cowboy var frumsýnd og bókin Guðfaðirinn
eftir Mario Puzo kom út. Hvaða ár var það?
Chris Hemsworth leikur Billy Lee sem eins og aðrir gestir
á El Royale-hótelinu er ekki allur þar sem hann er séður.
1969.
24
Myndir mánaðarins