Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 40
Tölvuleikir
PlayStation Classic
Þetta byrjaði allt í Japan árið 1994 þegar fyrsta Play-
Station-tölvan kom út, en hún átti eftir að breyta öllu.
Nú getur þú endurupplifað þetta tímabil í leikjasögunni með hinni nýju
PlayStation Classic-leikjatölvu. Með pakkanum fylgja 20 af bestu PlayStation
1-leikjunum og eru þar á meðal leikirnir Final Fantasy VII, Ridge Racer Type
4, Tekken 3, Grand Theft Auto 1, Jumping Flash!, Destruction Derby og fleiri.
PlayStation Classic er minnkuð útgáfa af upphaflegu tölvunni og fylgja enn
fremur með tveir stýripinnar sem eru eins og þeir upprunalegu. Með tölvunni
fylgir einnig HDMI-tengi og er hún tengd beint í sjónvarpið eða tölvuskjáinn.
Tegund: Leikjatölva
Kemur út á: PS
PEGI aldurstakmark: Leyfð öllum
Útgáfudagur: 3. desember
Framleiðandi: Sony
Útgefandi: Sena
Leikirnir með vélinni eru:
Battle Arena Toshinden, Cool Boarders 2,
Destruction Derby, Final Fantasy VII, Grand
Theft Auto, Intelligent Qube, Jumping
Flash!, Metal Gear Solid, Mr. Driller, Odd-
world: Abe’s Oddysee, Rayman, Resident
Evil Director’s Cut, Revelations: Persona,
Ridge Racer Type 4, Super Puzzle Fighter II
Turbo, Syphon Filter, Tekken 3, Tom Clancy’s
Rainbow Six, Twisted Metal og Wild Arms.
l
40
Myndir mánaðarins