Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 10
Kona fer í stríð
Stríð eru af öllum gerðum
Halla (Halldóra Geirharðsdóttir) er kórstjóri á fimmtugsaldri
sem ákveður að lýsa yfir sínu eigin stríði gegn allri mengandi
stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er til
búin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, allt þar
til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að
bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?
Kona fer í stríð er önnur bíómynd Benedikts Erlingssonar sem leik-
stjóra en sú fyrri var myndin Hross í oss sem sló í gegn haustið 2013,
hlaut síðan sex Edduverðlaun af fjórtán tilnefningum, þ. á m. sem
besta mynd ársins, auk toppdóma gagnrýnenda og óteljandi
verðlauna á alþjóðlegum hátíðum. Kona fer í stríð kemur út á DVD
og á VOD-leigunum 6. desember og það er full ástæða til að hvetja
unnendur íslenskrar kvikmyndagerðar að missa ekki af henni ...
Halldóra Geirharðsdóttir leikur kórstjórann Höllu sem ákveður
að segja stóriðjunni stríð á hendur fyrir hönd náttúrunnar og leggja
allt sitt í baráttuna, íslenskum yfirvöldum til lítillar skemmtunar.
Kona fer í stríð
Punktar ....................................................
Hasar
DVD
HHHHH - Variety HHHH 1/2 - The Globe and Mail
HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Screen Intern.
96
VOD
mín
Aðalhlutverk: Halldóra Geirharðsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Magnús
Tryggvason Eliassen, Ómar Guðjónsson og Jóhann Sigurðsson
Handrit: Benedikt Erlingsson og Ólafur Egilsson Leikstjórn: Benedikt
Erlingsson Útgefandi: Sena
6. desember
Kona fer í stríð hefur gert það gott á erlendum kvikmyndahátíðum
á árinu og hlotið fjölda verðlauna, nú síðast LUX-verðlaunin (kvik-
myndaverðlaun Evrópuþingsins) þann 14. nóvember, en þau eru
veitt myndum sem skarað hafa fram úr og tengjast mikilvægum
umræðum um málefni líðandi stundar, eins og t.d. náttúruvernd.
l
Myndin hlaut enn fremur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í
byrjun nóvember en í rökstuðningi verðlaunanefndarinnar sagði
m.a. að Kona fer í stríð sé „frábær kvikmynd og leiftrandi skemmti-
leg í meðferð sinni á hápólitísku viðfangsefni, svo og á einkalífi 48
ára gamallar konu sem er hin óvænta hasarhetja myndarinnar. “
l
l
Veistu svarið?
Eins og alþjóð veit á Benedikt Erlingsson, leikstjóri
Kona fer í stríð, einnig langan leiklistarferil að baki
á sviði og í ýmsum myndum auk þess að gera það
gott í grínþáttunum Fóstbræður. En hver var fyrsta
bíómyndin sem hann lék í og var frumsýnd 1995?
Í miðri baráttunni fyrir náttúruna gengur ættleiðing Höllu á ungri
stúlku frá Úkraínu í gegn og á koma hennar eftir að hafa mikil áhrif
á allar þær ákvarðanir sem Halla þarf að taka um framtíðina.
Tár úr steini.
10
Myndir mánaðarins
Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019.