Myndir mánaðarins
Gleðilega páska
Páskadag ber í þetta sinn upp á sunnudaginn 21. apríl og er óvenju
seint á ferðinni. En það gerir auðvitað ekkert til, enda páskar engu
að síður með tilheyrandi hátíðarhaldi og vonandi með sem lengstu
páskafríi fyrir sem flesta. Kvikmyndahúsin bjóða að venju upp á
úrval mynda úr ýmsum áttum og má þar fyrst telja forsíðumynd-
irnar tvær, Avengers: Endgame sem margir bíða mjög spenntir eftir
og svo gamanmyndina Ömurleg brúðkaup 2 sem er framhald
metaðsóknarmyndarinnar frá árinu 2014. Einnig verður boðið upp
á ofurhetjugrínið Shazam!, tvo trylla, Pet Sematary og The Curse of
La Llorona, tvær teiknimyndir, Undragarðinn og hinn týnda Hlekk,
og svo rómantísku myndina Five Feet Apart.
Herra Hlekkur
Apríldagskrá bíóhúsanna:
5. apríl
5. apríl
12. apríl
12. apríl
17. apríl
17. apríl
17. apríl
24. apríl
Shazam!
Pet Sematary
Ömurleg brúðkaup 2
Undragarðurinn
Týndur Hlekkur
Five Feet Apart
The Curse of La Llorona
Avengers: Endgame
Bls. 18
Bls. 20
Bls. 22
Bls. 24
Bls. 25
Bls. 26
Bls. 28
Bls. 30
Kíkið svo einnig á DVD- BluRay- og VOD-útgáfuna hinum megin í
blaðinu, en þar má finna margar áhugaverðar gæðamyndir.
Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í
eitthvert kvikmyndahúsanna?
Finndu þá páskaungann og taktu þátt í leiknum!
Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítinn
páskaunga sem villst hefur inn á eina síðuna hér
bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi:
Ef þú finnur ungann og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á
facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með
skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem unginn er. Ekki
gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu.
FRÁ
SEM FÆRÐU OKKUR
Frestur til þátttöku er til og með 21. apríl. Valið verður af handahófi
úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa
síðan birt í næsta tölublaði sem kemur út í lok apríl.
Vinningshafar í síðasta leik, finndu sólina:
Lára Þorvaldsdóttir, Ásatúni 8, 600 Akureyri
Sveinn Logi Pálsson, Klukkuvöllum 42, 221 Hafnarfirði
Andri Sævar Arnarsson, Elliðavöllum 9, 230 Keflavík
Guðný Margrét Ólafsdóttir, Holtagerði 78, 200 Kópavogi
Tómas Dagur Atlason, Holtsgötu 1, 101 Reykjavík
Takk fyrir þátttökuna!
MYNDIR MÁNAÐARINS
303. tbl. apríl 2019
Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417
Heimasíða: www.myndirmanadarins.is
Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / [email protected]
Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson
Próförk: Veturliði Óskarsson
Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja
Upplag: 20.000 eintök
4
Myndir mánaðarins
FRUMSÝND 17. APRÍL