Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 6
Stjörnuspá mánaðarins
Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt.
Það bendir allt til að þú breytist í
svartan ullarsokk upp úr miðjum
mánuðinum. Vertu klár þegar kall-
ið kemur og mundu að svona ger-
ist sem betur fer bara einu sinni. Alvarleg atburðarás sem þú ræður
ekkert við og hefur eitthvað að
gera með drullupoll leiðir til þess
að þú þarft að athuga þinn gang.
Láttu ekki alltaf svona asnalega. Samkvæmt stjörnunum verður fólk
í vogarmerkinu mjög heppið í maí,
sérstaklega í seinni hluta mánað-
arins ef það er statt í Hvalfirði, ná-
lægt Botnsá, í rigningu og sudda.
Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Krabbinn 22. júní - 22. júlí Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv.
Einkennileg en fyrirsjáanleg at-
burðarás verður til þess að þú ferð
á bak við einn af steinunum
ofarlega í Bolafjalli innan tíðar.
Hafðu klínexið með og litla skóflu. Það bendir allt til að áður en maí er
á enda losnir þú við eitt af hegð-
unarvandamálunum sem þú hefur
glímt við undanfarin ár. Notaðu
tækifærið til að æfa upp annað. Hafragrautur er málið hjá sporð-
drekum í maí, helst með kanil og
rúsínum. Vertu vakandi aðfara-
nótt mánudags því þá færðu gest
sem þú hefðir ekki viljað missa af.
Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des.
Ást og rómantík liggur í loftinu hjá
hrútum í maí sem er alveg óskilj-
anlegt þegar haft er í huga hvað
þeir eru leiðinlegir. Nei, bara grín,
hrútar eru mjög skemmtilegir. Þú vinnur ferð til Parísar fyrir tvo
þann sextánda maí en týnir svo
vinningnum og verður að sætta
þig við að eyða sumarfríinu heima
hjá þér. Lukkutalan þín er mínus 5. Það borgar sig ekki að vera með
neitt múður eða ybba gogg þegar
maður er staðinn að því að fleygja
frá sér rusli á götuna. Taktu það
bara upp aftur og skammastu þín.
Nautið 20. apríl - 20. maí Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Steingeitin 22. des. - 19. jan.
Þú dettur í lukkupottinn 8. maí
þegar þú kaupir þrjár berjatínur á
verði tveggja. Nú er bara að bíða
eftir berjunum. Íhugaðu að skrá
þig á reiðistjórnunarnámskeið. Þú finnur vinningsmiða með ferð
fyrir tvo til Parísar þann sautjánda
maí og getur byrjað að pakka
strax. Góða ferð og mundu eftir að
heilsa upp á Rafael og Mónu Dísu. Sumarið er á næsta leiti og það
þýðir auðvitað að stein geitur geta
farið að hoppa og skoppa um fjöll
og firnindi á næstu dögum. Hafðu
með þér kókómjólk og sleikipinna.
Minningar mánaðarins
Á síðustu Óskarsverðlaunahátíð
hlutu þau Frances McDormand
og Sam Rockwell verðlaunin fyrir
leik í aðalhlutverki kvenna og
aukahlutverki karla og eru þau vel
að þeim komin. Hins vegar er því
ekki að neita að margir aðdáendur
Woodys Harrelson voru að vona
að röðin væri komin að honum
en Woody hefur þrisvar verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna
og fjórum sinnum til Golden
Globe-verðlauna án þess að
hljóta þau. Hann hefur jafnframt
verið tilnefndur níu sinnum til
Emmy-verðlauna og hlotið þau
einu sinni, nánar tiltekið árið
1989 fyrir leik sinn sem Woody í
sjónvarpsþáttunum Cheers. Það
hlutverk leiddi reyndar til þess að
hann varð heimsfrægur og segir
sagan að koma Woodys í þættina
hafi mjög líklega framlengt líf
þeirra um nokkur ár enda varð
hann fljótlega vinsælasta pers-
ónan í þeim. Um leið hefur Woody
sjálfur sagt að hlutverk hans í
6
Myndir mánaðarins
Cheers, þótt það hefði vissulega
haft mikla þýðingu fyrir hann,
hafi líka á vissan hátt sett honum
stólinn fyrir dyrnar því vegna
þess hversu vinsæl persóna hans í
þáttunum var áttu menn erfitt með
að sjá hann leika einhvern annan.
En Woody átti eins og allir vita eftir
að sanna sig og er í dag einhver
virtasti og vinsælasti leikari heims.
Við hér á Myndum mánaðarins
ætlum að spá því að næst
þegar Woody Harrelson verður
tilnefndur til Golden Globe- eða
Óskarsverðlauna þá muni hann
hljóta þau, sama hver samkeppnin
verður. Munið þennan spádóm!
Tommy Lee Jones hóf leikferil
sinn árið 1970 þegar hann lék
herbergisfélaga Olivers (Ryan
O’Neal) í hinni frægu mynd Love
Story eftir Arthur Hiller. Hlutverkið
gerði ekki mikið fyrir hann, enda
smátt, og má segja að hann hafi
strögglað næstu tíu árin, eða
allt þar til hann sló í gegn í Coal
Miner’s Daughter árið 1980 og var
m.a. tilnefndur til Golden Globe-
verðlauna fyrir hlutverk sitt í
henni. Síðan hefur hann haft nóg
að gera eins og allir vita, margoft
verið tilnefndur til hinna ýmsu
verðlauna, þar á meðal fjórum
sinnum til Óskarsverðlauna sem
hann hefur hampað einu sinni, árið
1994 fyrir hlutverk sitt í myndinni
The Fugitive. Þetta vita sennilega
flestir. Færri vita kannski að eitt
af fyrstu hlutverkum Tommys var
hvorki í sjónvarpi né kvikmynd
heldur í myndbandinu við lag
Billys Joel, Piano Man, árið 1973. Í
því leikur Tommy Lee Jones eina
af persónunum sem Billy syngur
um, nánar tiltekið í þriðja erindi
textans: „Now Paul is a real estate
novelist, who never had time for
a wife.“ Þessi Paul sem þarna er
nefndur, er leikinn af Tommy Lee
Jones. Kíkið á myndbandið.
Alec Baldwin fagnaði sextugs-
afmæli sínu á dögunum, nánar
tiltekið þann 3. apríl. Um leið eru
38 ár liðin frá því hann landaði sínu
fyrsta leikhlutverki þegar hann var
ráðinn til að leika lækninn Billy
Allison Aldrich í sjónvarpssápunni
The Doctors sem gengið hafði vel
allt frá árinu 1963. Hins vegar var
farið að halla undan fæti þegar
Alec hóf að leika í þáttunum og
svo fór að ákveðið var að hætta
framleiðslu þeirra árið 1983. Þetta
var auðvitað á engan hátt Alec
að kenna því þótt hann þætti
svo sem enginn sérstakur leikari
hafði hann útlitið með sér og
varð upp úr þessu einn vinsælasti
piparsveinn Bandaríkjanna, aðeins
25 ára að aldri. Hann átti því ekki
erfitt með að fá önnur hlutverk
í sjónvarpi en það var ekki fyrr
en sjö árum síðar sem hann lék í
sinni fyrstu mynd. Árið 1988 hlýtur
svo að vera uppáhaldsár Alecs
því á því eina ári lék hann í fimm
myndum sem allar urðu vinsælar
og gerðu Alec að stórstjörnu í
kvikmyndaheiminum. Þetta voru
myndirnar She’s Having a Baby
eftir John Hughes, Beetlejuice eftir
Tim Burton, Working Girl eftir Mike
Nichols, Married to the Mob eftir
Jonathan Demme og Talk Radio
eftir Oliver Stone.
Við ljúkum þessum
dálki hér að þessu
sinni með því að fagna
fimmtugsafmæli
myndarinnar
The
Odd Couple eftir Gene
Saks þar sem tveir af vinsælustu
gamanleikurum heims á sínum
tíma, þeir Jack Lemmon og Walter
Matthau, fóru á kostum. Myndin
var frumsýnd 16. maí árið 1968.