Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 21
Nils Holgersson – Svanaprinsessan: Konungleg ráðgáta
Komdu með í ævintýraferð
Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á
bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf
sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni.
Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann
ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum
sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna
verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða þriðju seríu útgáfunnar
sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti.
Punktar ............................................................................................
Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940)
gaf bókina um Nils Holgersson (Nils Holgerssons underbara
resa genom Sverige) út árið 1904, en hún var upphaflega
skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við
landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal
almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda
tungumála, þar á
meðal á íslensku
árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni
og hét þá Nilli Hólmgeirsson og
ævintýraför hans um Svíþjóð.
Sagan var svo lesin í útvarpinu
af Huldu Runólfsdóttur og naut
sá lestur ómældra vinsælda
landsmanna á sínum tíma. Þess
má geta að Selma Lagerlöf varð
árið 1909 fyrsti Svíinn og um
leið fyrsta konan til að hljóta
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
l
VOD
90
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson
og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform
Barnaefni
11. maí
Dularfullu Z-merkin
Uberta drottning hefur skrifað skáldsögu um hvernig hún bjargaði ríkinu
frá því lenda í klóm Antonios greifa. Morgun einn uppgötvar hún að ein-
hver hefur skorið stórt Z í bókarkápuna og þar með hefst dularfull ráðgáta.
Í fyrstu heldur konungurinn að
Uberta hafi bara óvart sjálf rispað
bókina með löngu nöglunum
sínum en þegar dularfullar
Z-merkingar byrja að birtast út
um allt og á öllu í konung-
dæminu, auk þess sem það sést
til dularfulls svartklædds manns
á húsþökum borgarinnar, kemur
til kasta Alise prinsessu og vina
hennar að rannsaka málið ...
Punktar ............................................................................................
Þetta ævintýri um Alise svanaprinsessu er í raun – og eins og margir vita –
áttunda myndin í seríunni sem hófst árið 1994 með myndinni Svanaprinsessan.
Myndir tvö til sjö hafa svo komið út nokkuð reglulega frá árinu 2008.
l
VOD
79
mín
Teiknimynd með ensku tali og íslenskum texta um
Alise svanaprinsessu og félaga Útgefandi: Sena
Barnaefni
17. maí
Myndir mánaðarins
21