Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 19
Molly’s Game
Ekki sýna á spilin
Sannsöguleg mynd um skíðadrottninguna fyrrverandi Molly
Bloom sem eftir að hafa starfað við rekstur ólöglegs póker-
klúbbs í Los Angeles ákvað að stofna sitt eigið spilavíti þar
sem gríðarlegar upphæðir voru í húfi og spennan var mikil.
Molly’s Game er fyrsta myndin sem Óskarsverðlauna-
hafinn Aaron Sorkin leikstýrir sjálfur en hann á að
baki nokkur af bestu handritum kvikmyndasögunn-
ar, svo sem A Few Good Men, The Social Network,
Moneyball og Steve Jobs. Aaron skrifar handritið að
Molly’s Game að sjálfsögðu sjálfur en það er byggt á
samnefndri bók Mollyar Bloom sem kom út árið
2014 og olli talsverðum titringi á meðal hinna ríku
og frægu sem sótt höfðu spilavíti hennar ...
Sagan í myndinni spannar ein ellefu ár, frá 2003 til 2014, eða allt frá
því að Molly neyddist til að leggja skíðin á hilluna vegna meiðsla og
þar til hún var dæmd fyrir hinn ólöglega rekstur spilavíta sinna.
Molly’s Game
Sannsögulegt
DVD
140
VOD
mín
Aðalhlutverk: Jessica Chastain, Idris Elba, Kevin Costner, Michael
Cera, Jeremy Strong, Chris O’Dowd, J.C. MacKenzie, Brian d’Arcy James
og Graham Greene Leikstjórn: Aaron Sorkin Útgefandi: Myndform
10. maí
Punktar ....................................................
HHHHH - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - Entert. Weekly
HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - ReelViews
HHHH 1/2 - Variety HHHH - The Hollywood Reporter
HHHH - Total Film HHHH - Time Out HHHH - CineVue
Jessica Chastain hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenning-
ar fyrir frábæran leik sinn í titilhlutverki myndarinnar og var til-
nefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir hann, svo og handrit Aarons
Sorkin, en það var einnig tilnefnt til bæði bresku BAFTA-verðlaun-
anna og til Óskarsverðlaunanna sem besta handrit ársins.
l
Allir aukaleikarar í atriðunum þar sem póker er spilaður eru í raun
atvinnumenn í póker. Þannig vildi leikstjórinn Aaron Sorkin gera
þau atriði sem trúverðugust því atvinnupókerspilarar höndla spilin
á allt annan hátt en venjulegir leikmenn myndu gera.
l
Á meðal margra þekktra viðskiptavina Mollyar voru leikarar eins og
Tobey Maguire, Leonardo DiCaprio, Ben Affleck og Macaulay Culkin.
Veistu svarið?
Þeir sem kunnu að meta verðlauna- og gæðamynd-
irnar The Social Network, Moneyball og Steve Jobs
munu örugglega líka kunna að meta Molly’s Game.
En hverjir leikstýrðu þessum þremur fyrstnefndu
myndum eftir handritum Aarons Sorkin?
Idris Elba leikur lögfræðinginn Charlie Jaffey sem tók að sér málsvörn
Mollyar en myndin gerist að hluta til í réttarsölum í New York þar sem
ýmislegt mjög óvænt varðandi rekstur Mollyar kom upp úr dúrnum.
David Fincher, Bennett Miller og Danny Boyle.
Myndir mánaðarins
19