Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 17
The Disaster Artist
Svo vond að hún varð góð
Kvikmyndin The Room sem Tommy Wiseau stóð að og lék aðal-
hlutverkið í árið 2003 varð fljótlega eftir frumsýningu fræg
fyrir að vera svo slæm og illa leikin að hún fór allan hringinn
og er nú af mörgum talin ein fyndnasta mynd allra tíma – þótt
Tommy hefði síður en svo ætlað sér að gera gamanmynd.
The Disaster Artist er um gerð þessarar myndar og er leikstýrt af
James Franco sem jafnframt leikur Tommy Wiseau og þykir gera
það af stakri snilld, en Tommy var og er afar sérstakur maður á allan
hátt, bæði í orði og æði, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Handritið
er eftir félagana Scott Neustadter og Michael H. Weber (500 Days of
Summer, The Spectacular Now, The Fault in our Stars, Paper Towns)
og er byggt á bókinni The Disaster Artist: My Life Inside The Room,
the Greatest Bad Movie Ever Made eftir Greg Sestero sem var (og er
sennilega enn) einn besti og nánasti vinur Tommys Wiseau og lék
stórt hlutverk í mynd hans, hlutverk Marks (Oh, hi Mark).
The Disaster Artist er frábær mynd sem hefur hlotið fjölda viður-
kenninga, var t.d. tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handritið og
James Franco hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðal-
hlutverki karla. Ein af þessum myndum sem allir hafa gaman af.
The Disaster Artist
Sannsögulegt
VOD
92
mín
James Franco leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið, hinn
sérstaka Tommy Wiseau, sem er hér að leika í einu frægasta atriði
myndarinnar The Room, en atriðið er svo fáránlegt og illa leikið að
það verður óvart að einu fyndnasta atriði kvikmyndasögunnar.
Aðalhlutverk: James Franco, Dave Franco, Seth Rogen, Alison Brie,
Josh Hutcherson, Zac Efron, Sharon Stone, Megan Mullally og Zoey
Deutch Leikstjórn: James Franco Útgefandi: Síminn og Vodafone
7. maí
Punktar ....................................................
HHHHH - S.F. Chronicle HHHH 1/2 - Hollywood Reporter
HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - Entertm. Weekly
HHHH - Empire HHHH - L.A. Times HHHH - Guardian
Fjölmargir kunnir leikarar koma fram sem þeir sjálfir í The Disaster
Artist, þar á meðal þau Kristen Bell, Lizzy Caplan, Bryan Cranston,
Adam Scott, Kate Upton, Zach Braff og Bob Odenkirk ásamt leik-
stjórunum J.J. Abrams og Judd Apatow. Rúsínurnar í pylsuendan-
um eru svo Tommy Wiseau sjálfur, sem leikur karakter að nafni
Henry, og Greg Sestero sem leikur ónefndan ráðningastjóra.
l
Frá upptökum á The Room, en þarna eru m.a. Seth Rogen í hlutverki
handritsráðgjafans Sandys og Dave Franco í hlutverki Gregs Sestero.
Veistu svarið?
James Franco hefur um árabil haft það orð á sér að
vera vinnufíkill enda er hann alltaf með fjölmörg
verkefni í gangi, bæði sem leikari, leikstjóri og hand-
ritshöfundur. En í hvaða frægu sjónvarpsþáttum sló
hann upphaflega í gegn árið 1999?
Bræðurnir James og David Franco ásamt mönnunum sem
þeir leika í myndinni, Tommy Wiseau og Greg Sestero.
Freaks and Geeks.
Myndir mánaðarins
17