Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 15
Mustang – Loving
Þegar hjartað segir nei
Franska myndin Mustang er margföld verðlaunamynd sem var tilnefnd til
níu César-verðlauna og hlaut fern, fyrir klippingu, tónlist, handrit og sem
besta frumraun ársins auk þess að vera m.a. tilnefnd til bæði BAFTA-, Gold-
en Globe- og Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins 2015.
Mustang er eftir tyrknesk-frönsku leikstýruna Deniz Gamze Ergüven og gerist í
tiltölulega litlu bæjarfélagi í Norðvestur-Tyrklandi. Við kynnumst hér fimm ung-
um systrum og munaðarleysingjum sem búa hjá ömmu sinni og föðurbróður og
eiga sér eins og allt fólk á þeirra aldri draum um framtíðina og ástina. Dag einn
verður tiltölulega saklaust atvik til þess að amma þeirra og föðurbróðir ákveða
að tími sé til kominn að taka þær úr skóla og finna handa þeim eiginmenn. Við þá
ákvörðun eru systurnar síður en svo sáttar og ákveða að grípa til sinna ráða ...
Punktar ............................................................................................
HHHHH - L.A. Times HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Washington Post
HHHH 1/2 - E.W. HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - Hollywood Reporter
Heiti myndarinnar hefur lítið með
enska þýðingu orðsins mustang að
gera heldur er hér vísað í spænska
orðið mesteño sem vísar að hluta
til í villt eða frjáls dýr.
l
Handritið að myndinni skrifaði
leikstjórinn Deniz Gamze Ergüven
sjálf í samvinnu við Alice Winocour.
Hermt er að frá því að vinna
hófst við gerð myndarinnar hafi
liðið níu ár þar til hún var loksins
kvikmynduð, aðallega vegna
erfiðleika við fjármögnun hennar.
l
97
VOD
mín
Aðalhl.: Günes Sensoy, Doga Zeynep Doguslu og Tugba
Sunguroglu Leikstj.: Deniz G. Ergüven Útg.: Myndform
4. maí
Drama
Fjórar ef þeim fimm sem leika systurnar
eru hér í sínu fyrsta hlutverki og þykja
allar standa sig með mikilli prýði.
Þau brutu ísinn
Frábær mynd eftir verðlaunaleikstjórann Jeff Nichols sem gerði m.a. gæða-
myndirnar Mud, Take Shelter og Midnight Special. Þetta er hin sanna saga
af því hvernig ást tveggja einstaklinga felldi úr gildi lög Virginíufylkis árið
1967 sem sögðu að blandað hjónaband hvítra og svartra væri ólöglegt.
Lögin um að hjónaband fólks af ólíkum kynþætti væri ólöglegt voru enn í gildi í
fimmtán ríkjum Bandaríkjanna árið 1958 þegar Richard Loving bað Mildred Jeter
að giftast sér. Hún sagði já, en vegna laganna í Virginíu ákváðu þau að fara til
Washington þar sem lögin höfðu verið numin úr gildi. Eftir að þau sneru aftur til
Virginíu sem hjón leið hins vegar ekki á löngu uns þau voru handtekin og dæmd
til ársvistar í fangelsi. Þar með var hafin barátta sem átti eftir að standa í níu ár ...
Punktar ............................................................................................
HHHHH - Washington Post HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - L.A. Times
HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - Empire
Þau Joel Edgerton og Ruth Negga
voru bæði tilnefnd til Golden
Globe-verðlaunanna fyrir leik
sinn í Loving og Ruth var einnig
tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir
hann. Þess utan hafa þau hlotið
óteljandi verðlaun á hinum ýmsu
kvikmyndahátíðum heimsins auk
þess sem myndin hefur hlotið
mörg verðlaun fyrir aðra þætti
hennar, t.d. leikstjórn og handrit.
l
VOD
123
mín
Aðalhl.: Joel Edgerton, Ruth Negga, Marton Csokas og Michael
Shannon Leikstjórn: Jeff Nichols Útg.: Síminn og Vodafone
Sannsögulegt
4. maí
Handrit myndarinnar var að
stórum hluta byggt á heimild-
armyndinni The Loving Story eftir
Nancy Buirski sem kom út 2011.
l
Ruth Negga og Joel Edgerton leika Mildred
og Richard Loving sem háðu harða baráttu
við Virginíuríki fyrir löggildingu hjónabands
síns á sjöunda áratug síðustu aldar.
Myndir mánaðarins
15