Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 13

Den of Thieves Snjallir á móti snjöllum Eftir að hópur eitursnjallra og óttalausra bankaræningja fremur nokkur djörf rán í Los Angeles er sérsveitarmaðurinn Nick Flanagan kallaður til leiks ásamt mönnum sínum en Nick hefur sérhæft sig í að uppræta slík glæpa- og ránsgengi. Í þetta sinn gæti hann hins vegar verið að mæta ofjörlum sínum. Kvikmyndin Den of Thieves er fyrsta mynd Christians Gudegast sem leikstjóra en hann skrifaði m.a. handrit myndanna A Man Apart og London Has Fallen og skrifar líka bæði söguna og handritið að Den of Thieves. Hér er um hörkuhasar að ræða sem komið hefur aðdáendum slíkra mynda verulega á óvart, enda inniheldur hún einnig afar góðar og óvæntar fléttur í bland við hasarinn. Eftir að Nick og hans menn blanda sér í málin skipuleggja ræningj- arnir innbrot í alríkisbankann í Los Angeles þar sem milljarðar dollara eru geymdir í beinhörðum peningum, en inn í hirslur hans á ekki að vera nokkur leið að brjótast. En þetta eru engir venjulegir bankaræningjar og spurningin er hvort Nick takist að sjá við þeim ... Den of Thieves Spenna / Hasar DVD Gerard Butler leikur glæpagengjasérfræðinginn Nick Flanagan sem áttar sig fljótlega á því að í þetta sinn á hann í höggi við snjöllustu bankaræningja landsins. En Nick er heldur enginn aukvisi sjálfur. 140 VOD mín Aðalhlutverk: Gerard Butler, Jordan Bridges, Pablo Schreiber, O’Shea Jackson Jr., 50 Cent, Evan Jones, Eric Braeden, Brian Van Holt, Maurice Compte og Cooper Andrews Leikstjórn: Christian Gudegast Útgefandi: Myndform Punktar .................................................... HHHH - Wrap HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - L.A. Times HHH - RogerEbert.com HHH - Variety HHH -N.Y. Times 3. maí Þótt sögusvið myndarinnar sé Los Angeles var hún að öllu leyti tekin upp í borginni Atlanta í Georgíuríki. l Sá sem leikur Ziggy Zerhusen í myndinni, Eric Braeden, er faðir leikstjórans og handritshöfundarins Christians Gudegast. l Fjórir af bankaræningjunum eru leiknir af þeim Pablo Schreiber, 50 Cent, Evan Jones og O’Shea Jackson Jr. Veistu svarið? O’Shea Jackson Jr. lék í sinni fyrstu mynd, Straight Outta Compton, árið 2014 og þótti standa sig með afbrigðum vel en í myndinni lék hann föður sinn sem er frægur tónlistarmaður og rappari og allir þekkja. Hvert er gælunafn hans, þ.e. föðurins? Ice Cube. Myndir mánaðarins 13