Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti | Page 12

Væntanlegt í júní
Af því að þær geta það !
Ein af myndum júnímánaðar er Ocean ’ s 8 sem eins og heitið bendir til sækir efnistökin í myndina Ocean ’ s 11 eftir Steven Soderbergh , en hún naut mikilla vinsælda árið 2001 og var reyndar sjálf byggð á samnefndri mynd frá árinu 1960 . Í nýju myndinni er aðalpersónan Debbie Ocean , þ . e . systir Dannys sem skipulagði ránið djarfa í 2001-myndinni og hóaði í hina tíu sem unnu með honum . Það sama gerir Debbie í þessari mynd en hugmyndin er að ræna gríðarlega verðmætum demöntum fyrir framan nefið á öllum , þ . á m . öflugri öryggisgæslu . Með helstu hlutverk í myndinni fyrir utan ræningjana átta sem sjást á myndinni hér fyrir neðan fara þau Dakota Fanning , Olivia Munn , Katie Holmes , Jaime King , James Corden , Kylie Jenner og Matt Damon sem leikur hér ný á Linus Caldwell úr gengi Dannys !
Hinsegin ástarsaga
Bíómyndin Love , Simon eftir Greg Berlanti ( Life as We Know It ) hefur verið að gera það gott á kvikmyndahátíðum að undanförnu , fengið mjög góða dóma og enn betri umsagnir almennra áhorfenda eins og þeir sem hafa gaman af að glugga í kvikmyndir á netinu geta séð á Imdb . com þar sem hún er komin með 8,1 í einkunn frá rúmlega 15 þúsund notendum þegar þetta er skrifað . Í júní kemur svo að Íslendingum að sjá þessa mynd sem er byggð á verðlaunabókinni Simon vs . the Homo Sapiens Agenda , en hún kom út 2015 og er eftir Becky Albertalli .
Þeim sem vilja kynna sér söguna í Love , Simon er bent á að skoða stikluna en það er alveg ljóst að með leik sínum í titilhlutverki hennar er hinn 23 ára Nick Robinson kominn vel áleiðis með að stimpla sig inn sem nýstirni ársins í heimi kvikmyndanna , en Nick var áður einna þekktastur fyrir að leika Zack í Jurassic World . Við kynnum þessa mynd betur í næsta blaði .
Stöllurnar og samverkakonurnar í Ocean-genginu eru hér saman komnar í lestarvagni en þær eru leiknar af Söndru Bullock , Cate Blanchett , Rihönnu , Mindy Kaling , Awkwafin , Söruh Paulson , Anne Hathaway og Helenu Bonham Carter . Love , Simon er greinilega ein af unglingamyndum ársins .
12 Myndir mánaðarins