Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 DVD-VOD-hluti | Page 8

Gullkorn Langbesta ráðið við þunglyndi er að vera í góðu formi. Endorfín er besta þunglyndislyfið. - Chris Pratt. Ég upplifi alltaf eins konar móður- lega verndartilfinningu gagnvart persónunni sem mig langar að leika. Ég verð alltaf hrædd um að ef einhver önnur fær hlutverkið þá verði hún ekki nógu góð við hana. - Jennifer Lawrence. Mín reynsla af því að fá starf sem leikari í bíómynd er að það er engan veginn nóg að hafa hæfileika. Það er bara þriðja sætið. Í fyrsta sæti er að vera tilbúinn til að fá ótal nei og í öðru sæti er að hafa áhuga og orku til halda leitinni áfram þrátt fyrir öll nei-in. - James Floyd. Ég þarf ekki að leika. Ég dreg bara fram mitt innra villidýr. - Willem Dafoe, sem segist aldrei hafa leikið venjulegan mann. 8 Myndir mánaðarins Mér líður alltaf eins og ég sé eitthvað skrítinn. Ég held ég hljóti að vera eitthvað skrítinn. - Sam Rockwell. Að vera leikari er vinna. að vera frægur er önnur vinna. Að vera frægur leikari er allt of mikil vinna. - Tony Curtis. Maður sér oft vísað til þess að einhver mynd sé nýjasta mynd þess sem leikur í henni. En þetta er misskilningur. Mynd er aldrei nýjasta mynd leikarans sem leikur í henni heldur alltaf nýjasta mynd leikstjórans sem leikstýrði honum. - Tim Roth. í svona lærðum skilningi þá var það frammistaða Daniels Day- Lewis í In the Name of the Father sem haft hefur mest áhrif á mig og sýndi mér hvað hægt var að gera. En annars er Life With Mickey sú mynd sem kveikti neistann. - Anna Kendrick, um hvað fékk hana út í leiklistina. Ég ætla ekki að fara að kvarta yfir þeim eða klaga þá. Mér færi þá að líða eins og ég væri bara einhver vælukjói. En ég hendi stundum í þá rótargrænmeti. - Jude Law, um paparazzi-ljós- myndara sem elta hann á röndum. Ekki gefast upp á sjálfri þér. Ókei, maður gerir mistök hér og mistök þar og stundum gerir maður of mikið og stundum of lítið en aðalmálið er að brosa að þessu öllu saman – og setja á sig varalit. - Diane Keaton, að ráðleggja. Best klædda kona allra tíma var Díana prinsessa. Hún hafði alveg glæpsamlega gott auga fyrir samsetningum, var óhrædd við að prófa nýja hluti, vera í of stórum jakka, nota hatta. - Rihanna, sem segir að fólk þurfi að kunna að klæðast fötum í stað þess að ætlast til að fötin klæði það. Krókódíla Dundee er uppáhalds- myndin mín. Ég sá hana a.m.k. hundrað sinnum. - Aaron Eckhart. Veistu, ég hef ekki horft á margar kvikmyndir og það þýðir ekkert að spyrja mig út í kvikmyndasöguna. Einu myndirnar sem ég hef t.d. eignast eru Indiana Jones-mynd- irnar. Einhver gaf mér þær. - Miles Teller, spurður hver væri uppáhaldsmynd hans. Því fastar sem þú reynir að slá því meiri líkur eru á því að höggið misheppnist. Þetta gildir um allt. - Ethan Hawke. Ég trúi á viljastyrk, aga, skipulag, einbeitingu, góðvilja, vinnu, ljósið og Guð. Ég trúi því að ástin sé drif- kraftur alls. - Edgar Ramirez, um trú sína. Ég hef aldrei bragðað áfengi. Það var alkóhólismi í minni fjölskyldu og ung að árum fannst mér svo hræðilegt að sjá fólk breytast svona í leiðinlegt fólk eftir að hafa drukkið áfengi að ég ákvað djúpt innra með mér að það myndi aldrei gerast hjá mér. - Bryce Dallas Howard.