Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 8
Væntanleg í júní – Baywatch
Komdu með á ströndina!
Þegar tilkynnt var fyrir þremur eða fjórum árum að til
stæði að gera bíómynd sem byggð væri á gömlu Bay-
watch-þáttunum lyftu ýmsir í kvikmyndabransanum
brúnum og voru efins um að efni þáttanna, þó vinsælir
hefðu verið, ætti erindi við áhorfendur í dag. En eftir því
sem vinnu við gerð myndarinnar fleygði fram fóru efa-
semdarraddirnar að þagna ein af annarri og nú eru þeir
orðnir mjög margir sem spá myndinni mikilli velgengni
og vinsældum. Aðalástæðan er að þetta er ekki bein
endurgerð heldur miklu fremur grínútgáfa af Baywatch
þar sem persónur og leikendur gera stólpagrín að bæði
þáttunum og persónum þeirra og ekki síst að sjálfum sér.
Þetta þykir hafa heppnast afar vel og eru stiklurnar úr
myndinni mjög fyndnar. Baywatch verður frumsýnd í júní-
byrjun og hér er dálítil myndasyrpa á meðan við bíðum.
Strandvarðateymið í myndinni samanstendur af þeim Ronnie, Matt
og Mitch sem þeir Jon Bass, Zac Efron og Dwayne Johnson leika, og
þeim Summer, C.J. og Stephanie sem þær Alexandra Daddario, Kelly
Rohrbach og Ilfenesh Hadera leika. Það fer ekkert á milli mála þegar
ljósmyndir frá tökunum og stiklurnar úr myndinni eru skoðaðar að þau
hafa öll skemmt sér konunglega við gerð hennar, sem er að sjálfsögðu
góðs viti um að áhorfendur eigi líka eftir að skemmta sér vel.
Zack Efron hefur sýnt og sannað á undanförnum árum
að hann er verulega góður leikari og þá ekki síst í grín-
hlutverkum eins og í Baywatch. Þá skemmir áreiðanlega
ekki fyrir að hann er í alveg svakalega flottu formi eins
og sést á myndinni hér fyrir ofan frá einni af tökunum.
Efri myndin er af þeim Dwayne
Johnson og Zac Efron í góðum gír
við tökur á bílaatriði fyrir framan
græna tjaldið og þessi hér til hægri
er af þeim í einu atriðinu þar sem persónur þeirra, Matt og Mitch,
ákveða að fara dulbúnir inn í greni ljónanna og sjá hvers þeir verða
vísari um fyrirætlanir glæpagengisins sem Victoria Leeds stjórnar.
Fyrir utan allt grínið og glensið þá er Baywatch líka
hasar-, fléttu- og sakamálasaga í léttum dúr en hún
snýst um að hópur gírugra manna, undir stjórn hinnar
slóttugu Victoriu Leeds, ætlar sér að eignast ströndina
og notar til þess öll brögð, jafnvel morð. Það er hin
indverskættaða Priyanka Chopra sem leikur Victoriu.
8
Myndir mánaðarins
Þau David Hasselhoff og Pamela Anderson, sem léku þau Mitch og
C.J. í upprunalegu sjónvarpsþáttunum, leika einnig í þessari mynd, en
því hefur verið haldið leyndu hverja þau leika, þ.e. hvort þau leiki eldri
útgáfu af þeim Mitch og C.J., sjálf sig eða bara gesti á ströndinni – eða
einhverja aðra. En þetta kemur allt í ljós á frumsýningunni í júní!