Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 6
Væntanleg í júní – Wonder Woman
Diana Prince mætir til leiks
Í júníbyrjun verður fjórða myndin í seríu sem á ensku er kölluð
„DC Extended Universe“ frumsýnd, en serían er eins og flestir
vita byggð á teikniblaðasögum frá DC Comics. Fyrri myndirnar
þrjár voru Man of Steel, Suicide Squad og Batman v Superman:
Dawn of Justice og nú er sem sagt komið að Wonder Woman.
Næstu myndir í seríunni eru síðan Justice League sem verður
frumsýnd í nóvember, Aquaman sem er væntanleg 2018, Sha-
zam sem kemur 2019 og svo Cyborg og Green Lantern Corps
sem áætlanir gera ráð fyrir að verði báðar frumsýndar 2020.
Í Wonder Woman er saga Díönu, prinsessu af Themysciru, sögð
frá upphafi og við kynnumst henni fyrst sem ungri stúlku þar
sem hún elst upp í faðmi Amazónanna, en svo nefnist fólkið á
eyjunni Themysciru sem var skapað af grísku guðunum til að
halda verndarhendi yfir mönnum. Sjálf telur Díana sig vera
dóttur Hippolytu, drottningar Amazónanna, en í upprunalegu
sögunum var hún í raun sköpuð úr leir og gefið líf af vísdóms-
gyðjunni Aþenu sem einnig var gyðja hetjudáða og stríðsátaka.
Síðar var þessu breytt þannig að Díana var sögð dóttir Seifs
sjálfs sem gaf henni ýmsa ofurkrafta í vöggugjöf, en þá krafta
uppgötvar Díana ekki fyrr en hún þarf að nota þá.
Við hér á Myndum mánaðarins vitum ekki við hvora uppruna-
söguna er miðað í myndinni en það stendur alla vega að Díana
veit það ekki sjálf. Aðeins Hyppolyta drottning þekkir hinn eina
sanna uppruna Díönu og sennilega tveir aðrir aðalþjálfarar
hennar, Antiope og Menalippe. Það á því eftir að koma Díönu á
óvart hversu máttug hún er í raun og veru þegar á þarf að halda.
Það er leikkonan Gal Gadot sem leikur Díönu eins og hún gerði
í Batman v Superman: Dawn of Justice en atburðirnir í þeirri
mynd gerðust löngu eftir atburðina í þessari. Fyrir utan upp-
hafsatriðin sem gerast í æsku Díönu þá gerist Wonder Woman
að mestu á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en eftir að Díana
heyrir af stríðinu frá breska flugmanninum Steve Trevor ákveður
hún að það sé skylda sín að fara til Vestur-Evrópu og freista þess
að skakka leikinn. Það á hún svo heldur betur eftir að gera!
Fyrir utan Gal Gadot eru aðalhlutverkin í myndinni í höndum
þeirra Connie Nielsen, Robin Wright og Lisu Loven Kongsli sem
leika Hyppolytu, Antiope og Menalippe, Chris Pine sem leikur
Steve Trevor og þeirra Davids Thewlis, Elenu Anaya, Ewens
Bremner og Dannys Huston en leikstjóri er Patty Jenkins sem á
aðeins eina aðra