Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 30

Unlocked Hver einasta mínúta gæti orðið sú síðasta Þegar yfirheyrslusérfræðingurinn Alice Racine, sem vinnur fyrir CIA en er líka með tengsl við yfirmenn bresku leyniþjón- ustunnar, er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann áttar hún sig ekki fyrr en of seint á því að yfirheyrslan er í raun gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Þannig hefst njósnatryllirinn Unlocked eftir enska leikstjórann Michael Apted sem á langan feril og margar góðar myndir að baki eins og t.d. Coal Miner's Daughter, Gorky Park, Gorillas in the Mist, Blink, Nell, Extreme Measures, Enigma og The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn Treade svo einhverjar séu nefndar. Eftir að Alice áttar sig á að hún hefur verið leidd í gildru og í raun gefið hryðjuverkamönnum mikilvægar upplýsingar í stað þess að afla þeirra eins og starf hennar snýst um áttar hún sig um leið á því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þá áætlun verður að stöðva en vandamálið er að nú veit Alice ekki lengur hverjum hún getur treyst. Unlocked Noomi Rapace leikur yfirheyrslusérfræðinginn Alice Racine sem kemst á snoðir um áætlun um að gera sýklavopnaárás á London og á eftir það fullt í fangi með að halda lífi. Spennumynd 98 mín Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Orlando Bloom, Michael Douglas, Toni Collette og John Malkovich Leikstjórn: Michael Apted Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Selfossbíó Frumsýnd 26. maí Punktar .................................................... Handrit Unlocked er eftir Peter O'Brien og var árið 2008 á svarta listanum í Hollywood yfir áhugaverðustu ókvikmynduðu handritin. l Myndin inniheldur nokkur hörkugóð slagsmálaatriði og við tökur á einu þeirra fékk Noomi Rapace vænt högg með þeim afleið- ingum að hún nefbrotnaði og vankaðist um leið. Eftir að hafa jafnað sig og í ljós kom að henni hafði ekki orðið meira meint af högginu en að nefbrotna héldu tökur áfram eins og ekkert hefði í skorist og hún lét ekki laga brotið fyrr en eftir að þeim lauk. l Michael Douglas er í einu af þremur stærstu aukahlutverkunum í myndinni en í hinum eru þau Toni Collette og John Malcovich. Veistu svarið? Eins og margir vita ólst leikkonan Noomi Rapace upp á Íslandi til fimmtán ára aldurs þegar hún flutti til Svíþjóðar en leiklistaráhugi hennar kviknaði þeg- ar hún lék lítið hlutverk í íslenskri mynd árið 1987, átta ára gömul. Hvaða mynd er um að ræða? Orlando Bloom leikur fyrrverandi sérsveitarmann sem býðst til að aðstoða Alice, en hún á erfitt með að treysta honum. Í skugga hrafnsins. 30 Myndir mánaðarins