Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 24
Snatched
Öllum fríum fylgja einhver vandamál
Eftir að unnusti Emily segir henni upp rétt áður en þau ætluðu
að fara saman á sólarströnd ákveður hún að bjóða mömmu
sinni Lindu að koma með sér í staðinn. Linda er í fyrstu treg til
en lætur að lokum til leiðast og veit auðvitað ekki frekar en
Emily að þeirra bíður að ganga beint í gildru mannræningja.
Þeir sem fara í bíó til að hlæja eiga von á góðu í myndinni Snatched
sem er leikstýrt af Jonathan Levine (Warm Bodies, 50/50, The Night
Before), skrifuð af Katie Dippold (Parks and Recreation, MADtv, Heat)
og framleidd af þeim sömu og gerðu Heat og hina afar fyndnu Spy.
Með aðalhlutverkin fara gríndrottningarnar Goldie Hawn, sem hér
leikur í sinni fyrstu mynd í fimmtán ár, og Amy Schumer auk þess
sem þriðja gríndrottningin, Wanda Sykes, fer með stórt hlutverk ...
Til að byrja með gengur allt upp í ferðinni og þær mæðgur ná betur
saman en þær hafa gert í mörg ár. En ógæfan er handan við hornið.
Snatched
Punktar ....................................................
Gamanmynd
Snatched er ekki bara ein af fyndnustu myndum ársins og skemmt-
un eins og hún gerist best heldur er hún líka mæðradagsmynd árs-
ins því hún verður frumsýnd föstudaginn fyrir mæðradaginn sem
að þessu sinni er sunnudagurinn 14. maí. Það er því alveg tilvalið
fyrir alla, ekki síst dætur, að bjóða mömmu sinni í bíó þessa helgi!
l
90
mín
Aðalhlutverk: Amy Schumer, Goldie Hawn, Joan Cusack, Wanda
Sykes, Ike Barinholtz, Randall Park, Christopher Meloni og Óscar
Jaenada Leikstjórn: Jonathan Levine Bíó: Smárabíó, Háskólabíó,
Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó,
Ísafjarðarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi
Frumsýnd 12. maí
Myndin er svo til öll tekin upp á Hawaii, en þess má til gamans
geta að á meðan á tökunum stóð héldu þær Amy Schumer og
Wanda Sykes sér í formi með uppistandssýningum á skemmtistað í
nágrenni tökustaðarins og gáfu allan ágóða af aðgangseyrinum til
góðgerðarmála, en uppselt var á hverja einustu sýningu.
l
Emily tekst að hringja í bróður sinn og biðja um hjálp
í einu af mörgum bráðfyndnum atriðum myndarinnar.
Veistu svarið?
Snatched er fyrsta myndin sem Goldie Hawn leikur
í í 15 ár eða allt frá því hún lék í The Bangers Sisters
árið 2002 og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Golden
Globe-verðlaunanna. Hvaða þekkta leikkona fór
með hitt aðalhlutverkið í þeirri mynd?
Þótt mæðgurnar Linda og Emily séu óvanar því að láta ræna sér
reynast þær ótrúlega úrræðagóðar þegar mest þarf á að halda.
Susan Sarandon.
24
Myndir mánaðarins