Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 22
King Arthur: Legend of the Sword
Finndu kraftinn
Hin kynngimagnaða saga af hinum muðaðarlausa Artúri sem
var sviptur arfleifð sinni sem réttborinn konungur Englands
þegar hinn illi og göldrótti Vortigern myrti föður hans Uther
og rændi völdunum. En sannleikurinn á eftir að koma í ljós
þegar Artúri tekst fyrstum manna að draga sverðið úr stein-
inum og sanna um leið fyrir öllum hver hann er í raun og veru.
Stórmyndin King Arthur: Legend of the Sword verður frumsýnd um
allan heim 10. maí en hún er byggð á upphafi þjóðsögunnar um
Artúr Englandskonung sem ásamt liðsmönnum sínum, þar á
meðal nokkrum tilvonandi riddurum hringborðsins, þurfti að
heyja harða, viðburðaríka og vægast sagt tvísýna baráttu við hinn
rammgöldrótta Vortigern og illþýðið í kringum hann til að endur-
heimta Englandskrúnuna sem var Artúrs með réttu. Myndin er ein
dýrasta mynd ársins enda var ekkert til sparað við gerð hennar og
ætti að vera óhætt að lofa kvikmyndahúsagestum að hér sé á ferð-
inni frábær skemmtun sem svíkur engan sannan ævintýraunnanda.
King Arthur: Legend of the Sword
Með því að draga sverðið úr steininum sannar alþýðumaðurinn Artúr
að hann er hinn réttborni konungur Englands. Þar með verður ekki
aftur snúið. Það er Charlie Hunnam sem fer með hlutverk Artúrs.
Ævintýri
126
mín
Aðalhlutverk: Charlie Hunnam, Jude Law, Annabelle Wallis, Àstrid
Bergès-Frisbey, Djimon Hounsou, Eric Bana, Hermione Corfield og
Mikael Persbrandt Leikstjórn: Guy Ritchie Bíó: Sambíóin Álfabakka,
Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Selfossbíó,
Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 10. maí
Punktar ....................................................
Í aukahlutverkum myndarinnar eru margir
þekktir leikarar og einn þeirra er enginn
annar en David Beckham sem hér leikur í
sinni annarri mynd, en hann lék eins og
kunnugt er einnig í síðustu mynd Guys
Ritchie, The Man from U.N.C.L.E. Hermt er að
hlutverk hans hér sem stríðsmanns og
forystusauðs „Blackleg“-manna sé talsvert
stærra en í þeirri mynd og samkvæmt nokk-
uð áreiðanlegum heimildum er persóna hans ein þeirra fjölmörgu
sem gera tilraun til að draga sverðið úr steininum á undan Artúri.
l
Jude Law leikur óþokkann Vortigern sem myrti föður Artúrs, sölsaði
undir sig konungdæmið og hefur síðan ríkt með ógn og harðræði.
Veistu svarið?
King Arthur: Legend of the Sword er níunda bíómynd
Guys Ritchie og um leið sú dýrasta, en nítján ár
eru nú liðin síðan hann sendi frá sér sína fyrstu
mynd og sló svo hressilega í gegn með henni að
hvellurinn heyrist enn. Hvað hét myndin?
Lock, Stock and Two Smoking Barrels.
22
Myndir mánaðarins
Djimon Houn