Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 14

of mikið

Slett úr klaufunum

Væntanlegar í júní – Rough Night og The House
Ein af myndum júnímánaðar er hin sótsvarta kómedía Rough Night eftir Luciu Aniello sem skrifaði einnig handritið ásamt Paul W . Downs . Myndin segir frá fimm vinkonum sem ákveða að leigja sér strandhús í Miami og skella sér út á lífið í tilefni þess að ein þeirra er að fara að gifta sig . Til að byrja með gengur allt vel og vinkonurnar fimm skemmta sér konunglega eða allt þar til óvænt atvik setur risastórt strik í reikninginn . Við látum meðfylgjandi myndir og myndatexta segja rest en kynnum þessa mynd betur í næsta blaði .
Dauði stripparans kallar að sjálfsögðu á krísufund en vandamálið er að vinkonurnar hafa ekki hugmynd um hvað þær eiga að gera svo þær ákveða að ...
Kvöldið byrjar vel og vinkonurnar Blair , Alice , Jess , Frankie og Pippa eru í essinu sínu þegar þær halda út á lífið og síðan í strandhúsið sem þær hafa til afnota um helgina . En gleðin á eftir að breytast í skelfingu þegar ein þeirra verður strippara óvart að bana .
... losa sig við líkið af stripparanum . Sú lausn á að sjálfsögðu eftir að skapa mun fleiri vandamál en hún leysir – og kvöldið er rétt að byrja ...

Mennt er máttur

Gamanmyndin The House er fyrsta mynd Andrews J . Cohen sem leikstjóra en hann skrifaði ásamt félaga sínum Brendan O ' Brien handritin að Bad Neighbours-myndunum og myndinni Mike and Dave Need Wedding Dates . Þeir sem séð hafa þær myndir geta áreiðanlega gert sér í hugarlund hvaða húmor er hér á ferðinni og það skemmir ekki fyrir að í aðalhlutverkum eru tveir af vinsælustu grínlistamönum Bandaríkjanna á undanförnum árum , þau Will Ferrell og Amy Poehler .
The House segir frá hjónunum Scott og Kate Johansen sem verða alveg miður sín þegar villa í heimilisbókhaldinu leiðir í ljós að þau eiga ekki fyrir háskólanámi dóttur sinnar , sem er þó þegar búin að fá inngöngu . Til að bjarga málunum með hraði ákveða hjónin að starta spilavíti í húsi sínu þrátt fyrir að viðurlög við því gætu kostað þau 20 ár í fangelsi . Þann séns verða þau samt sem áður að taka .
Peningar , peningar , peningar , þeir eru það sem allt snýst um þegar upp er staðið - eða hvað ?
Þessi mynd er frá tökum á The House en fyrir utan þau Will og Amy fer hinn bráðfyndni Jason Mantzoukas með stórt hlutverk .
14 Myndir mánaðarins