Myndir mánaðarins Maí 2017 tbl. 280 bíóhluti | Page 12

Væntanleg í júní – Baby Driver Er einhver leið að hætta? Baby Driver, nýjasta mynd hins frumlega leikstjóra Edgars Wright, var frum- sýnd á South by Southwest-kvikmyndahátíðinni í Austin í Texas fyrir skömmu, en hún fer ekki í almenna dreifingu fyrr en í lok júní. Er skemmst frá því að segja að myndin hlaut frábærar viðtökur á hátíðinni og þótt hún væri ekki sýnd oft nægði það til að 878 notendur Imdb.com hafa þegar þetta er skrifað, 24. apríl, gefið henni 8,6 í meðaleinkunn. Tíu gagnrýnendur á Metacritic hafa gefið henni 8,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er hún með 10 í einkunn, eða fullt hús, frá 22 gagnrýnendum. Þar hafa enn fremur 2.867 almennir notendur gefið henni 9,7 í meðaleinkunn. Það er því nokkuð ljóst að fjölmargir íslenskir aðdáendur hinna skemmtilegu mynda Edgars geta farið að láta sig hlakka til. Baby Driver segir frá ungum manni, Baby, sem gæddur er ótrúlegum hæfileikum í akstri bifreiða, svo framarlega sem hann er með einhverja góða tónlist í eyrunum. Vegna þessara hæfileika hefur Baby flækst í slagtog með glæpagengi manns sem kallar sig Doc og ekur nú flóttabíl gengisins í hinum ýmsu ránsferðum. En þegar Baby verður ástfanginn af stúlku einni, Deboruh, ákveður hann að hætta í glæpabransanum. Á það vill Doc ekki hlusta og neyðir hann til að halda áfram því annars muni Deborah ekki lifa lengi. Edgar Wright. Ansel Elgort, sem leikur Baby, hefur feng- ið frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í myndinni og fyrir utan húmorinn sem einkennir myndir Edgars Wright hefur hann einnig hlotið mikið lof fyrir einstak- lega vel útfærðan bílahasar. Sjáið stikluna! Edgar Wright frumsýndi sína fyrstu bíómynd, A Fistful of Fingers, árið 1995, þá 21 árs að aldri. Shaun of the Dead var svo frumsýnd árið 2004 og þremur árum síðar kom Hot Fuzz. Scott Pilgrim vs. the World kom svo árið 2010 og árið 2013 var síðasta mynd hans, The World's End, frumsýnd. Þess má geta að Edgar er þegar byrjaður á næstu mynd, en hún heitir Shadows, verður frumsýnd 2019 og er fyrsta teiknimyndin sem hann gerir. 12 Myndir mánaðarins Baby ásamt hluta af genginu, þeim Bats, Darling og Buddy sem þau Jamie Foxx, Eiza González og Jon Hamm leika, en foringi gengisins, Doc, er leikinn af Kevin Spacey. Þegar Baby verður ástfanginn af Deboruh, sem Lily James leikur, ákveður hann (og hún) að tími sé til kominn að segja skilið við glæpa- bransann. Það reynist hægara sagt en gert.