Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 30

Ready Player One Eruð þið tilbúin? Ready Player One er nýjasta mynd Stevens Spielberg en hún er gerð eftir geysivinsælli verðlauna- og metsölubók Ernest Cline. Þetta er einstaklega frumlegt og viðburðaríkt ævintýri og vísindaskáldsaga sem gerist að mestu í hinni stórfenglegu tölvuveröld Oasis þar sem fjölmargir þekktir karakterar búa. Ready Player One gerist árið 2045 þegar alvarlegur orkuskortur og loftslagsbreytingar hafa haft neikvæð áhrif á líf flestra jarðarbúa. Við kynnumst hér hinum unga Wade Watts sem eins og milljónir annarra býr við kröpp kjör í Oklahómaborg. Til að gefa hversdagslífi sínu tilgang flýr Wade ásamt öllum öðrum sem það geta inn í tölvu- veröldina Oasis eins oft og hann getur og leitar þar m.a. vísbend- inga um hvar skapari Oasis, James Halliday sem lést fimm árum fyrr, hafi falið svokallað „páskaegg“, en James hafði lofað þeim sem fyndi það fullum yfirráðum yfir Oasis og öllum sínum eigum sem eru metnar á 500 milljarða dollara. Til að finna eggið þarf samt fyrst að finna vísbendingarnar sem eru í formi þriggja „lykla“. Dag einn uppgötvar Wade, sem notar nikkið Parzival þegar hann er í Oasis-heiminum, hvar fyrsta lykilinn að leyndardóminum er að finna. Upp frá því breytist líf hans og tilvera hans algjörlega og á þann hátt sem hann hefði sjálfur aldrei getað ímyndað sér ... Ready Player One Ævintýri / Vísindaskáldsaga 139 mín Aðalhlutverk: Tye Sheridan, Olivia Cooke, Ben Mendelsohn, Simon Pegg, T.J. Miller, Hannah John-Kamen, Mark Rylance, Letitia Wright og Lena Waithe Leikstjórn: Steven Spielberg Bíó: Sambíóin Álfa- bakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 28. mars Tye Sheridan leikur Wade Watts, öðru nafni Parzival, sem fyrstur upp- götvar hvar fyrsta lykilinn að hinu verðmæta „páskaeggi“ er að finna. Punktar .................................................... Eins og gefur að skilja er stór hluti Ready Player One tölvuteiknaður annars vegar og hins vegar gerður með svokallaðri „stop-motion“- tækni. Af þessum sökum tók eftirvinnsla hennar mun lengri tíma en upptökur á leiknu atriðunum, en þeim var löngu lokið þegar Steven Spielberg byrjaði á sinni næstu mynd, The Post, sem þó hefur þegar verið frumsýnd. Hermt er að Ready Player One sé tæknilegt meistaraverk og stórkostleg veisla fyrir augu og eyru. l Ben Mendelsohn leikur „vonda kallinn“ í myndinni, hinn gráðuga Nolan sem er staðráðinn í að komast yfir Oasis með öllum ráðum. Veistu svarið? Segja má að ferill hins 21 árs gamla Tyes Sheridan hafi farið á flug strax í upphafi þegar hann lék í myndunum Tree of Life, Mud og Joe. Síðan hefur hann leikið í mörgum myndum, þ. á m. einn af X-mönnunum í myndinni X-Men: Apocalypse. Hvern? Í myndinni koma fram fjölmargir karakterar úr öðrum myndum og leikjum, þ. á m. úr Járnrisanum, Nightmare on Elm Street, TRON, LOTR, King Kong, Back to the Future, Tomb Raider og mörgum fleiri sögum. Scott Summers / Cyclops. 30 Myndir mánaðarins