Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 20

Tomb Raider Að duga eða drepast Sjö árum eftir að faðir Löru Croft, Richard Croft lávarður, hvarf sporlaust í einni af ævintýraferðum sínum ákveður hún að segja upp sendlastarfinu í London, axla sín skinn og halda til eyjunnar dularfullu þar sem síðast spurðist til föður hennar. Tölvuleikjapersónan Lara Croft snýr aftur á hvíta tjaldið þann 16. mars eftir fimmtán ára hlé og er í þetta sinn leikin af sænsku leik- konunni og Óskarsverðlaunahafanum Aliciu Vikander. Um er að ræða söguna allt frá upphafi, eða „reboot“ eins og það er kallað á útlensku og er söguþráðurinn sóttur í næstnýjasta tölvuleik serí- unnar sem kom út 2013 og hlaut mjög góða dóma leikjaunnenda. Í byrjun myndarinnar kynnumst við Löru og högum hennar allt frá því að hún er lítil stúlka og þar til hún er fjórtán ára, en það er þá sem hún sér föður sinn í síðasta sinn. Árin líða og Lara þarf að læra að standa á eigin fótum í London þar sem hún menntar sig og tekst með naumindum að hafa í sig og á sem hjólasendill. Allan tímann hefur hún aldrei gefið upp vonina um að finna föður sinn á ný, eða a.m.k. komast að því hvað um hann varð, og að því kemur, sjö árum eftir að hann kvaddi hana, að hún heldur af stað út í heim að leita hans, þvert á ráðleggingar allra sem hún þekkir ... Tomb Raider Ævintýri Aðalhlutverk: Alicia Vikander, Dominic West, Walton Goggins, Nick Frost, Daniel Wu, Kristin Scott Thomas, Hannah John-Kamen, Antonio Aakeel og Emily Carey Leikstjórn: Roar Uthaug Bíó: Sambíóin Álfa- bakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 16. mars Alicia Vikander leikur Löru Croft sem í leit að föður sínum heldur í stórhættulega ævintýraferð til eyju nokkurrar úti fyrir strönd Japans. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Roar Uthaug sem sendi síðast frá sér metaðsóknarmyndina Bølgen. l Takið eftir leikkonunni ungu, Emily Carey, sem leikur Löru Croft þegar hún er fjórtán ára, en þetta er sama leikkonan og lék Diönu Prince unga í Wonder Woman. l Þetta er í annað sinn sem Dominic West leikur föður pers- ónunnar sem Alicia Vikander leik- ur en þau léku einnig feðgin í Testament of Youth árið 2014. l Eins og gefur að skilja var talsverð samkeppni um að hreppa hlut- verk Löru Croft og fyrir utan Aliciu fóru þar fremstar í flokki þær Daisy Ridley, Emilia Clarke, Saoirse Ronan og Cara Delevingne. Þess ber þó að geta að Daisy dró sig út þegar ljóst varð að hún myndi leika í næstu Star Wars-mynd. l Eins og búast mátti við inniheldur Tomb Raider mörg áhættuatriði sem Alicia Vikander sá sjálf um að framkvæma enda í toppþjálfun. Veistu svarið? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni er sagan í myndinni sótt í tölvuleikinn sem kom út árið 2013 og var nýtt upphaf sögunnar um Löru Croft. En hvað hét framhaldsleikurinn sem kom út 2015? Tomb Raider var tekin upp í Lond- on og í óbyggðum Suður-Afríku. l Rise of the Tomb Raider. 20 Myndir mánaðarins