Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 18

Death Wish Spennumynd 108 mín
Death Wish
Hvað myndir þú gera ?
Eftir að grímuklæddir innbrotsþjófar myrða eiginkonu læknisins Pauls Kersey og stórslasa dóttur hans ... og lögreglan segist ekkert geta gert vegna skorts á vísbendingum , ákveður Paul að taka málin í eigin hendur , finna morðingjana og refsa þeim sjálfur með miskunnarlausum dauðadómi og aftöku .
Death Wish er byggð á samnefndri skáldsögu Brians Garfield sem kom út árið 1972 og olli talsverðum pólitískum usla fyrir utan að vekja miklar umræður í samfélaginu um hversu langt hinn almenni borgari mætti ganga til að ná fram réttlæti þegar lögreglan gerði það ekki . Svo fór að eftir þessari bók var gerð mynd árið 1974 í leikstjórn Michaels Winner með Charles Bronson í aðalhlutverki og er óhætt að segja að hún hafi ekki síður orðið umtöluð og umdeild á sínum tíma , ekki síst vegna þess að í henni var persóna Pauls Kersey gerð mun ofbeldisfyllri en hún var í raun í bókinni .
Þessi nýja mynd sem Eli Roth leikstýrir er að hluta til byggð á handriti fyrri myndarinnar en ljóst er að einhverjar breytingar hafa verið gerðar á sögunni , t . d . starfar Paul sem læknir á sjúkrahúsi í Chicago í þessari mynd en var arkitekt í New York í þeirri fyrri . Það má þó glögglega merkja á stiklum myndarinnar að hann mun sem fyrr hvorki taka mildilega á óvinum sínum né sýna þeim miskunn ...

Death Wish Spennumynd 108 mín

Aðalhlutverk : Bruce Willis , Vincent D ’ Onofrio , Elisabeth Shue , Wendy Crewson , Kimberly Elise , Mike Epps , Dean Norris , Camila Morrone og Ronnie Gene Blevins Leikstjórn : Eli Roth Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 9 . mars
Paul Kersey ( Bruce Willis ) ásamt dóttur sinni Jordan og eiginkonunni Lucy , en þær eru leiknar af þeim Camilu Morrone og Elisabeth Shue .
Punktar .................................................... l Death Wish er sjötta bíómynd Íslandsvinarins Elis Roth sem leikstjóra en hann á að baki myndirnar Cabin Fever , Hostel 1 og 2 , The Green Inferno og Knock Knock sem var frumsýnd 2015 .
l Death Wish hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en stiklurnar úr henni lofa góðu og þótt dauðsföllin séu mörg og ofbeldið sé eflaust mikið má gera ráð fyrir að stutt sé í húmorinn í ýmsum atriðunum .
Eftir árásina sem leiddi til dauða eiginkonu Pauls breytir hann sér í eins manns aftökusveit sem sýnir óvinum sínum enga miskunn .
Veistu svarið ? Bruce Willis á nú 38 ára leikferil að baki en segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn árið 1985 í geysivinsælum sjónvarpsþáttum sem m . a . voru sýndir hér á landi þar sem hann lék einkaspæjarann David Addison Jr . Hvað hétu þessir vinsælu þættir ?
Vincent D ’ Onofrio leikur bróður Pauls , Frank Kersey .
18 Myndir mánaðarins
Moonlighting .