Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti | Page 16

Steinaldarmaðurinn Leirbrúðumynd
Steinaldarmaðurinn
Enga bronsöld hér !
Steinaldarmaðurinn er glæný leirbrúðumynd eftir Nick Park sem gerði m . a . hina frábæru mynd Chicken Run árið 2000 og myndirnar um hina kostulegu Wallace og Gromit , auk þess að vera aðalhöfundur myndanna um hrútinn Hrein og vini hans .
Hér segir frá steinaldarunglingnum Dug sem lifir hamingjuríku lífi ásamt fjölskyldu og vinum í hringlaga dal , talsvert langt frá helstu hættum heimsins eins og eldfjöllum , risaeðlum og loðfílum . Dag einn verður heldur betur breyting á högum þeirra þegar bronsaldarkeisarinn Nooth uppgötvar dalinn og ákveður að sölsa hann undir sig . Við það er Dug skiljanlega ósáttur en má sín til að byrja með lítils gegn allri þeirri nýmóðins tækni sem bronsöldin hefur fært Nooth með tilheyrandi yfirburðum á flestum sviðum . En Dug er úrræðagóður og svo fer að hann nær að skora Nooth á hólm í fótboltaleik um hin endanlegu yfirráð . Vinni bronsaldarliðið eignast Nooth dalinn en vinni steinaldarliðið þarf Nooth að hypja sig . Vandamálið við þetta er að það er ekki til neitt steinaldarlið í fótbolta ...
Punktar .................................................... l Sagt er að þeir Wallace og Gromit komi fram í feluhlutverkum í myndinni og eru áhorfendur hvattir til að hafa augun hjá sér !

Steinaldarmaðurinn Leirbrúðumynd

Íslensk talsetning : Viktor Már Bjarnason , Hjálmar Hjálmarsson , Eyþór Ingi Gunnlaugsson , Steinn Ármann Magnússon , Þórhallur Sigurðsson ( Laddi ), Stefanía Svavarsdóttir , Selma Björnsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Leikstjórn : Tómas Freyr Hjaltason Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó , Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri
95 mín
Frumsýnd 2 . mars
16 Myndir mánaðarins