Væntanlegt í apríl
Tom Hanks og Emma Watson leika saman í framtíðarmyndinni The Circle sem er gerð eftir skáldsögu Daves Eggers .
Leyndarmál eru lygar
Bandaríski rithöfundurinn Dave Eggers hefur notið mikillar velgengni allt frá því að hann gaf út sína fyrstu bók , A Heartbreaking Work of Staggering Genius árið 2000 , þá þrítugur að aldri . Dave hefur síðan verið ákaflega afkastamikill og sent frá sér fjölda ritverka , greinar , smásögur , skáldsögur og handrit , bæði frumsamin og eftir bókum annarra . Hafa þrjár af sögum hans og eitt handrit orðið að bíómyndum , nú síðast Tom Hanks-myndin A Hologram For the King og þar á undan myndirnar Away We Go , Where the Wild Things Are og Promised Land sem Gus Van Sant leikstýrði árið 2012 .
Í apríl er svo von á myndinni The Circle , en hún er byggð á tíundu skáldsögu Dave Eggers sem kom út 2013 . Þar er á ferðinni ógnvekjandi framtíðarsaga um unga konu sem fær vinnu hjá hátæknifyrirtækinu The Circle en það sérhæfir sig í gerð tækni sem gerir hverjum sem er kleift að fylgjast með hverjum sem er hvenær sem er . Við segjum betur frá þessari mynd í næsta blaði en fyrsta stiklan úr henni er komin út og viljum við hvetja áhugasama til að kíkja á hana á netinu .
Þegar piparkökur bakast ... Eitt frægasta atriðið úr Dýrunum í Hálsaskógi er þegar Hérastubbur bakari smakkar piparkökurnar yfirpipruðu sem bakaradrengurinn bakaði .
Dýrin í Hálsaskógi í bíó í apríl
Kardemommubærinn , Karíus og Baktus og Dýrin í Hálsaskógi eru þrjú af þekktustu verkum norska rithöfundarins , lagasmiðsins og teiknarans Thorbjørns Egner en þau hafa öll notið gríðarlegra vin-sælda allt frá því þau komu fyrst út á árunum 1949 til 1955 .
Ein af desembermyndum norskra kvikmyndahúsa núna síðast var glæný brúðumynd eftir leikbrúðumeistarann Rasmus A . Sivertsen , byggð á sögu og söngleik Thorbjørns , Dýrunum í Hálsaskógi ( Dyrene i Hakkebakkeskog ), og er skemmst að segja frá því að hún hlaut frábæra dóma og metaðsókn tæplega 410 þúsund Norðmanna sem gerði hana að vinsælustu mynd ársins þar í landi .
„ Hakkebakkeskogen er et mesterverk “, sagði gagnrýnandi norska Dagblaðsins , Jon Inge Faldalen , um myndina og því eiga íslenskir áhorfendur áreiðanlega eftir að samsinna þegar hún verður frumsýnd hér á landi í apríl .
Rosario Dawson og Katherine Heigl leika óvinina Juliu og Tessu í Unforgettable og Cheryl Ladd leikur móður Tessu .
Þegar ástin breytist í hatur
Ein af myndum aprílmánaðar er spennutryllirinn Unforgettable eftir Denise Di Novi , en hún á langan feril að baki sem framleiðandi og margar þekktar myndir , eins og t . d . Danny Collins , Crazy , Stupid , Love , Message in a Bottle , Edward Scissorhands og Batman Returns svo nokkrar séu nefndar af mörgum . Hér sest Denise hins vegar í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur .
Unforgettable segir frá konu að nafni Tessa sem er langt frá því að vera búin að jafna sig á skilnaði og elur með sér þá von að sá fyrrverandi , David , snúi aftur til hennar . Sú von hverfur hins vegar þegar David trúlofar sig nýju ástinni í lífi sínu , Juliu . Við það breytist von Tessu í mikla afbrýðisemi og síðan hreint hatur á Juliu sem hún telur hafa eyðilagt líf sitt . Upp frá því gerir hún allt sem hún getur til að hefna sín og á sú hefnd eftir að þróast út í lífshættuleg átök . Myndin er á dagskrá kvikmyndahúsanna 21 . apríl og gæti alveg tekið upp á að koma hressilega á óvart .
8 Myndir mánaðarins