Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 6

Væntanlegt í apríl

Rán um hábjartan dag

Myndin hér fyrir ofan var tekin á Manhattan þar sem verið var að taka upp gamanmyndina Going in Style en hún er væntanleg í bíó 14 . apríl og verður því ein af páskamyndunum í ár . Þetta eru þeir Alan Arkin , Morgan Freeman og Michael Caine sem sitja á bekknum og í hvíta bolnum er leikstjórinn Zach Braff sem gerði garðinn frægan í gamanþáttunum Scrubs og á sem leikstjóri og handritshöfundur að baki tvær mjög góðar myndir , Garden State frá árinu 2004 og Wish I Was Here sem hann sendi frá sér 2014 .
Going in Style er endurgerð samnefndrar gamanmyndar frá árinu 1979 þar sem þeir Art Carney , George Burns og Lee Strasberg léku þá Al , Joe og Willie , en þeir eru gamlir félagar sem í kjölfar þess að tapa stórum hluta af sparnaði sínum ákveða að ræna bankann sem þeir telja vera ábyrgan fyrir tapinu . Til að ránið geti gengið upp þurfa þeir samt fyrst að æfa sig í meðferð skotvopna og ná tökum á samskiptatækni auk þess að vera með á hreinu plan b ef a-planið skyldi fara úrskeiðis . Tekst þeim að ræna bankann ? Við sjáum til í apríl .
Það er Jacob Trembley ( Room ) sem leikur hinn afmyndaða August „ Auggie “ Pullman og Julia Roberts leikur móður hans .

( Ný ) fæddur leiðtogi

Dreamworks-kvikmyndarisinn sendir frá sér nýja teiknimynd í apríl , myndina The Boss Baby , en hún er eftir Tom McGrath sem gerði hinar bráðfyndnu Madagascar-myndir og er byggð á samnefndri bók sem kom út árið 2010 og er eftir bandarísku myndlistarkonuna og barnabókahöfundinn Mörlu Frazee . Þar segir frá því þegar hjónunum Mömmu og
Sá stutti fæðist tilbúinn í slaginn , í jakkafötum og allt .
Pabba fæðist sonur sem er með allt á hreinu við komuna í heiminn og byrjar strax að skipuleggja framtíð sína og viðskiptasigra . Honum tekst að leyna þessum einstæðu hæfileikum fyrir foreldrunum en ekki fyrir eldri bróður sínum sem sér strax að það er eitthvað verulega grunsamlegt við þann stutta . Áður en varir hefur barnið síðan tekið öll völd á heimilinu . Tvær stiklur eru komnar út með sýnishornum úr myndinni , ein stutt og önnur löng , og eru þær báðar alveg megafyndnar .
Höfundur myndarinnar , Tom McGrath , framleiðandinn Ramsey Naito og Alec Baldwin sem talar fyrir barnið í ensku útgáfunni .

Útlitið er ekki allt

Raquel Jaramillo var stödd í ísbúð ásamt þriggja ára syni sínum að bíða eftir að röðin kæmi að þeim þegar að bar foreldra með unga dóttur sína sem af einhverjum ástæðum hafði afmyndast í andliti . Dauðhrædd um að sonur sinn myndi byrja að stara og benda á stúlkuna og spyrja óþægilegra spurninga eins og lítil börn gera reyndi hún í flýti að forða því að hann sæi hana . Andartaki síðar þegar hún leit í augu stúlkunnar og foreldra hennar áttaði hún sig á því að þar með hafði hún gert mikil mistök og brugðist á allan hátt kolrangt við aðstæðum .
Þetta atvik varð Raquel mikið umhugsunar- og rannsóknarefni sem að lokum leiddi til þess að hún skrifaði skáldsöguna Wonder og gaf hana út í febrúar 2012 undir höfundarheitinu R . J . Palacio . Hún segir frá hinum 10 ára gamla August sem vegna meðfædds sjúkdóms og uppskurða hefur afmyndað andlit og hefur af þeim sökum alla tíð þurft að takast á við fordóma . Nú er búið að kvikmynda þessa áhrifaríku sögu og er Wonder væntanleg í bíó í apríl , en hún er eftir Stephen Chbosky sem gerði myndina The Perks of Being a Wallflower .
6 Myndir mánaðarins