Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 38

Ghost in the Shell Ævintýri / Hasar
Ghost in the Shell
Þeir björguðu henni . Nú bjargar hún þeim .
Motoko Kusanagi , sem er alltaf kölluð The Major , er mennsk en um leið er líkami hennar gæddur hátæknivélbúnaði sem gerir hana nánast ósigrandi í þrotlausri baráttu við þrjóta sem vilja komast yfir þá tækni sem fyrirtækið sem skapaði hana ræður yfir . Hingað til hefur Motoko og teymi hennar náð að verjast öllum árásum en nú er kominn til sögunnar nýr andstæðingur sem er öflugari en allir aðrir sem þau hafa áður tekist á við .
Ghost in the Shell er byggð á samnefndum manga-teiknimyndabókum eftir Japanann Masamune Shirow , en fyrsta bókin í seríunni um hina öflugu Motoko Kusanagi , The Major , kom út árið 1989 og náði strax miklum vinsældum . Það er Scarlett Johansson sem leikur Motoko í myndinni en til að vera trúverðug í hlutverkinu þurfti hún að fara í gegnum margra mánaða æfingaprógram og þjálfa bæði líkama sinn og hæfileika sína í bardagalistum . Þetta bar að sjálfsögðu tilætlaðan árangur enda bjó Scarlett enn að reynslu og þjálfun sem hún fór í gegnum fyrir gerð myndarinnar Lucy árið 2014 ( sem að margra mati var besta hasarmynd þess árs ) og er óhætt að fullyrða að í Ghost in the Shell sé hún í sínu albesta formi ...

Ghost in the Shell Ævintýri / Hasar

Aðalhlutverk : Scarlett Johansson , Michael Pitt , Pilou Asbæk , Chin Han , Takeshi Kitano og Juliette Binoche Leikstjórn : Rupert Sanders Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Laugarásbíó , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 31 . mars
Scarlett Johansson leikur hina hálfmennsku Motoko Kusanagi sem í Ghost in the Shell þarf að takast á við tölvuþrjóta sem svífast einskis .
Punktar .................................................... l Heiti myndarinnar , Ghost in the Shell , er nokkurs konar lýsing á ástandi aðalsöguhetjunnar Motoko Kusanagi og vísar í að andi hennar og sál býr nú í vélbúnaði í stað mannlegs líkama . Upphaflega var þetta reyndar undirtitill bókanna sem beinþýtt úr japönsku heita í raun „ Vopnuð , hreyfanleg uppreisnarlögregla “ og er tilvísun í teymi það sem Motoko fer fyrir , Deild 9 . Þess má geta að sagan í myndinni gerist um miðja þessa öld , þ . e . eftir um 33 ár .
Þegar Motoko Kusanagi beitir sér á enginn séns í hana .
Veistu svarið ? Scarlett Johansson kom kvikmyndaheiminum skemmtilega á óvart þegar hún lék hina bardagafimu Lucy í samnefndri mynd árið 2014 , en sú mynd sló hressilega í gegn og halaði inn hátt í 500 milljón dollara í tekjur . Hver leikstýrði Lucy ?
Danski leikarinn Pilou Asbæk leikur helsta bandamann Motoko en hann og Scarlett Johansson léku líka saman í hasarmyndinni Lucy árið 2014 .
38 Myndir mánaðarins
Luc Besson .