Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 28

Fríða og dýrið Ævintýri
Fríða og dýrið
Áður en rósin deyr
Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr . En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann ?
Þann 17 . mars verður ný mynd um þetta þekkta ævintýri frumsýnd en hún er fimmta myndin frá Disney sem er gerð eftir eldri teiknimyndum fyrirtækisins þar sem blandað er saman leik og tölvuteikningum . Þeir sem séð hafa teiknimyndina sem var frumsýnd 1991 vita að þar er á ferð ein albesta teiknimynd Disney fyrr og síðar og það er alveg óhætt að lofa bæði eldri aðdáendum hennar og nýrri kynslóð kvikmyndaunnenda að þessi nýja útgáfa ævintýrsins er kvikmyndaupplifun og skemmtun eins og hún gerist best .

Fríða og dýrið Ævintýri

129 mín
Aðalhlutverk : Emma Watson , Dan Stevens , Luke Evans , Josh Gad , Ewan McGregor , Gugu Mbatha-Raw , Stanley Tucci , Emma Thompson , Ian McKellen og Kevin Kline Leikstjórn : Bill Condon Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 17 . mars
Kevin Kline leikur föður Fríðu , eða Bellu eins og Fríða heitir á ensku , en hún er leikin af Emmu Watson .
Punktar .................................................... l Skáldsagan um Fríðu og dýrið eftir franska rithöfundinn Madame de Villeneuve kom upphaflega út árið 1740 og hlaut strax mikið lof í bókmenntaheimi Frakklands . Þessi upprunalega saga var samt mun viðameiri en styttri útgáfan sem varð heimsfræg og er jafnan eignuð rithöfundinum Jeanne-Marie Leprince de Beaumont enda gaf hún hana út í eigin nafni árið 1748 . Á þeim tíma voru slíkar styttingar algengar og kallaðar þýðingar , en þá merkti orðið „ þýðing “ að frásagnir voru gerðar „ þjóðlegar “, sem fól m . a . í sér að gera viðamiklar , orðmargar og flóknar skáldsögur eins og Fríðu og dýrið aðgengilegri fyrir almenning , ekki síst unga lesendur .
l Fríða og dýrið verður sýnd í bæði tvívídd og þrívídd .
Hinn sjálfumglaði og ekkert allt of greindi Gaston er leikinn af Luke Evans og Josh Gad leikur hinn trygglynda þjón hans , Le Fou .
28 Myndir mánaðarins