Kong : Skull Island Ævintýri
Kong : Skull Island
Kóngurinn er vaknaður
Hópur her- og vísindamanna er sendur í könnunarleiðangur til dularfullrar eyju í miðju Kyrrahafinu sem talin er luma á miklum verðmætum . Það reynist rétt en þau verðmæti eru hins vegar af allt öðrum toga en nokkurn gat grunað ...
Unnendur ævintýramynda eiga von á góðu 10 . mars þegar ný mynd um risaapann King Kong verður frumsýnd á sama tíma um allan heim . Myndin gerist árið 1971 og segir frá könnunarleiðangri til Hauskúpueyju sem á fljótlega eftir að snúast upp í baráttu upp á líf eða dauða því ekki aðeins þurfa leiðangursmenn að glíma við sjálfan King Kong heldur einnig hin skelfilegu skrímsli „ skullcrawlers “ sem eira engum – og engu sem á annað borð er lifandi ...
Leiðangursmanna bíða margar óvæntar uppgötvanir á Hauskúpueyju .
Kong : Skull Island Ævintýri
Aðalhlutverk : Tom Hiddleston , Brie Larson , Samuel L . Jackson , John Goodman , John C . Reilly , Tian Jing og Corey Hawkins Leikstjórn : Jordan Vogt-Roberts Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Smárabíó , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
118 mín
Frumsýnd 10 . mars
Punktar .................................................... l Handrit myndarinnar er eftir Max Borenstein en hann skrifaði einnig handritið að Godzilla sem Gareth Edwards leikstýrði 2014 . Max mun svo skrifa handritið að næstu Godzilla-mynd , Godzilla : King of Monsters , sem er væntanleg 2019 og þykir líklegt að hann skrifi einnig handritið að Godzilla vs . Kong sem er væntanleg 2020 .
l Sá sem leikur King Kong ( með svokallaðri „ motion capture-tækni “), Terry Notary , lék einnig apann Rocket ( Bright Eyes ) í Rise of the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes og mun leika hann á ný í War for the Planet of the Apes sem verður frumsýnd í júlí .
l Tom Hiddleston , sem leikur James Conrad í Kong : Skull Island , mun næst birtast okkur í næstu mynd um þrumuguðinn Þór , Ragnarök , þar sem hann leikur Loka á ný . Þar mun hann takast á við sjálfan dr . Stephen Strange ( Benedict Cumberbatch ) á meðan bróðir hans , Þór ( Chris Hemsworth ), etur kappi við The Hulk ( Mark Ruffalo ). Ragnarök verður að öllum líkindum frumsýnd í október .
Veistu svarið ? Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson hefur nú tekið að sér að leika eina af Marvel-ofurhetjunum og mun fyrst birtast í því hlutverki í næstu Avengers-mynd , Infinity War , sem frumsýnd verður á næsta ári . Hvaða ofurhetju leikur hún þar ?
John Goodman , Tom Hiddleston , Brie Larson og John C . Riley leika fjögur af stærstu hlutverkunum í Kong : Skull Island .
26 Myndir mánaðarins
Carol Danvers / Captain Marvel .