A Dog ’ s Purpose
A Dog ’ s Purpose
hunda
Hver er tilgangur lífsins ?
Saga af hundi sem fæðist aftur og aftur í nýjum hundalíkama . Til að byrja með þykir honum þetta mjög skrítið en áttar sig síðan á því að hvert líf sem hann lifir er gætt ákveðnum tilgangi sem hann þarf í hverju tilfelli fyrir sig að læra að uppfylla .
Hér er á ferðinni sérlega góð og ljúf mynd eftir Lasse Hallström sem gert hefur margar af bestu myndum síðari ára og þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir verk sín . Sagan í myndinni er bæði fyndin , fjörug og ljúfsár , og um leið þykir hún hitta beint í mark í lýsingum sínum á þeim leyniþráðum sem tengja saman hunda og mannfólk og dýravinir einir skilja um hvað snúast ...
Juliet Rylance og Bryce Gheisar leika mæðgin Elizabeth og Ethan , en þau eru fyrstu eigendur hundsins sem í því lífi heitir Bailey .
A Dog ’ s Purpose
Gaman / Ævintýri / Drama
Aðalhlutverk : Josh Gad , Dennis Quaid , Peggy Lipton , Britt Robertson , Bryce Gheisar og Juliet Rylance Leikstjórn : Lasse Hallström Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
100 mín
Frumsýnd 3 . mars
Punktar ....................................................
HHHH1 / 2 - New York Observer HHHH - N . Y . Daily News HHH1 / 2 - Entertainm . Weekly HHH1 / 2 - Wall Street Journal HHH - Variety HHH - Boston Globe HHH - H . Reporter
l Myndin er byggð á samnefndri bók eftir bandaríska rithöfundinn og grínistann W . Bruce Cameron , en hún kom út árið 2010 , sló í gegn , hlaut fjölmargar viðurkenningar og sat í 49 vikur samfleytt á sölulista New York Times . Þess má geta að W . Bruce Cameron gaf síðan út aðra bók um ævintýri sama hunds í framhaldi af þeim sem fólk mun sjá í þessari mynd .
l Það er grínistinn Josh Gad sem talar fyrir hundinn , eða hundana í myndinni , en hann talaði einnig fyrir Olav í Disney-myndinni Frozen og fyrir Chuck í The Angry Birds Movie auk þess sem hann talar fyrir þjón Gastons , Lefou , í nýju myndinni um Fríðu og dýrið ( sjá bls . 26 ).
A Dog ’ s Purpose er hrífandi saga sem flestir kunna að meta .
Veistu svarið ? Þetta er í annað sinn á sjö árum sem Lasse Hallström gerir mynd um hundalíf en sú fyrri hét Hachi : A Dog ' s Tale og sagði sanna sögu af einstöku sambandi manns eins við flækingshundinn Hachi sem hann tók að sér . Hver lék þennan mann ?
Tilviljun ræður því að hundurinn hittir á ný fyrsta eiganda sinn , Ethan .
20 Myndir mánaðarins
Richard Gere .