Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 12

Væntanlegt í apríl

Svíkur lit – en hvers vegna ?

Áttunda Fast & Furious-myndin er nú svo gott sem tilbúin og verður ein af páskamyndum ársins , milljónum aðdáenda vafalaust til mikillar ánægju . Endanlegt heiti myndarinnar hefur verið á nokkru reiki því hún hefur ýmist verið kölluð Fast & Furious 8 , bara Furious 8 eða The Fate and the Furious . Þetta hefur valdið nokkrum heilabrotum en ætti að skýrast fljótlega .
Hvað um það ... myndin er sérstaklega áhugaverð fyrir Íslendinga því hún er að stórum hluta tekin upp hér á landi og í stiklunum sem komið hafa út má sjá að þau atriði eru að mestu viðamikil hasaratriði þar sem fjöldi bíla fer í loftköstum , byssurnar gelta og heill kafbátur herjar á okkar menn . Sagt er að ein sprengingin í einu af þessum atriðum sé sú stærsta sem hefur átt sér stað á Íslandi í tengslum við kvikmyndagerð .
Annars ber það helst til tíðinda í sögunni að Dominic Toretto , sem hefur frá upphafi verið leiðtogi „ fjölskyldunnar “ svíkur hér lit þegar hann gengur í lið með glæpakvendinu Cipher ( Charlize Theron ) og snýr í framhaldinu baki við félögum sínum .
Hvað Dominic gengur til vitum við hér á Myndum mánaðarins ekki en auðvitað grunar okkur að um sé að ræða nauðsynlega blekkingu af hálfu Dominics og einhvers konar fléttu því ekki trúum við því að hann sé genginn af göflunum .
En það er kannski best að bíða bara og sjá hvað setur en eins og áður sagði er myndin ein af páskamyndunum í ár og verður frumsýnd 14 . apríl . Kíkið á stiklurnar .
Tökur á myndinni fóru að talsverðum hluta fram á Íslandi og í stiklunum sem komnar eru út eru þau atriði áberandi .
Hermt er að ein sprengjan í myndinni sé sú öflugasta sem sprengd hefur verið á Íslandi í tengslum við kvikmyndagerð .
Charlize Theron leikur Cipher sem tælir Dominic Toretto og fær hann til að svíkja félaga sína – eða þannig lítur það út .
Það er alltaf tími fyrir sjálfu og hér smellir Tyrese Gibson í eina af sér , Kurt Russell , Jason Statham , F . Gary Gray og Scott Eastwood .
Félagar Dominics vita að sjálfsögðu ekki hvers vegna hann snerist skyndilega gegn þeim en að því verða þau að komast .
Hluti leikhópsins er hér staddur í New York en fyrir utan Ísland þá var stærsti hluti myndarinnar tekinn upp þar og á Kúbu .
12 Myndir mánaðarins