Myndir mánaðarins Mars 2017 tbl. 278 Bíóhluti | Page 10

Væntanlegt í apríl
Sagt er að Chris Pratt hafi lagt það til að Kurt Russell yrði fenginn til að leika föður Peters Quill , Ego . Það gekk eftir .
Stillt upp í mynd . Frá vinstri : Sean Gunn ( Kraglin ), Pom Klementieff ( Mantis ), Karen Gillan ( Nebula ), leikstjórinn James Gunn , Michael Rooker ( Yondu ), Chris Pratt ( Peter Quill / Star-Lord ) og Dave Bautista ( Drax ). Fremst er svo Zoe Saldana ( Gamora ).

Vetrarbrautinni bjargað – aftur

Hin bráðskemmtilega ævintýramynd Guardians of the Galaxy sem var frumsýnd í ágúst 2014 varð ein af vinsælustu myndum þess árs en þegar upp var staðið hafði hún halað inn hátt í 800 milljónir dollara í tekjur í kvikmyndahúsum heimsins . Ljóst var frá upphafi að gerð yrði framhaldsmynd , ekki bara vegna vinsældanna heldur vegna þess að í myndinni var sagan um varðmenn Vetrarbrautarinnar langt frá því að vera sögð heldur var hún í raun bara byrjunin á ævintýrinu .
Í apríl er von á mynd númer tvö í seríunni ( það er reyndar ekki búið að staðfesta næstu mynd , en við erum nokkuð viss samt að hún komi ) þar sem við sláumst á ný í för með Peter Quill , öðru nafni Star- Lord , og fylgjumst annars vegar með baráttu hans og félaga hans við illþýði Vetrarbrautarinnar og hins vegar leit hans að uppruna sínum , en hann á eftir að skýrast mjög í þessari mynd þegar Peter hittir föður sinn , Ego ( þ . e . mannlegu útgáfuna af honum - við segjum ekki meira ), sem Kurt Russell leikur . Leikstjóri myndarinnar er sá sami og síðast , James Gunn , auk þess sem allir aðalleikararnir snúa aftur , meira að segja Vin Diesel sem talaði fyrir Groot síðast en talar nú fyrir sprotann hans , Baby Groot , sem er reyndar álíka fámáll og orðvar og sá stóri var . Þess utan setja nokkrar nýjar persónur mark sitt á söguna þar á meðal ein sem Sylvester Stallone leikur .
Þess má geta að við munum ekki þurfa að bíða eftir næstu Guardians of the Galaxy-mynd til að hitta varðmennina aftur því hluti þeirra mun koma fram í næstu Avengers-mynd , Infinity War .
Varðmenn Vetrarbrautarinnar eru öflugur hópur og verða enn öflugri í þessari mynd þegar þau Yondu ( Michael Rooker ), Mantis ( Pom Klementieff ) og Nebula ( Karen Gillan ) bætast við hann auk litla-Groots , sprota af stóra-Groot sem fórst í fyrri myndinni .
10 Myndir mánaðarins