Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti | Page 28

Love, Simon Vertu sá sem þú ert Simon er ungur maður í menntaskóla sem við fyrstu sýn býr að öllu því besta. Hann á vel stæða og ástríka foreldra og fjöl- skyldu, vinahóp sem stendur saman og býr að hæfileikum til að koma ár sinni vel fyrir borð í lífinu. Það er bara eitt vandamál. Bíómyndin Love, Simon eftir Greg Berlanti (Life as We Know It) er byggð á skáldsögunni Simon vs. the Homo Sapiens Agenda sem kom út 2015 og er eftir Becky Albertalli. Bókin vakti mikla athygli, flaug inn á metsölulista The New York Times og hlaut m.a. banda- rísku William C. Morris-verðlaunin árið 2016 sem besta fyrsta bók höfundar. Það er samdóma álit þeirra sem lesið hafa bókina og síðan séð myndina að hún sé sérlega vel heppnuð enda hefur henni verið afar vel tekið á kvikmyndahátíðum. Þeim sem vilja vita nánar um söguþráðinn er bent á að skoða stiklurnar en annars er óhætt að hvetja alla til að láta þessa perlu ekki fram hjá sér fara ... Love, Simon Nick Robinson þykir sýna frábæran leik í aðalhlutverki Love, Simon og er án nokkurs vafa upprennandi stórstjarna í kvikmyndaheiminum. Gamanmynd / Rómantík 110 mín Aðalhlutverk: Nick Robinson, Jennifer Garner, Josh Duhamel, Katherine Langford, Alexandra Shipp, Jorge Lendeborg Jr., Logan Miller, Keiynan Lonsdale og Talitha Bateman Leikstjórn: Greg Berlanti Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 27. júní Punktar .................................................... HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH 1/2 - Chic. Sun-Times HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - E.W HHHH - Empire HHHH - Time Out HHHH - Guardian HHHH - Variety Love, Simon hefur hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd hlotið afar góða dóma og er þegar þetta er skrifað með 7,9 í meðaleinkunn á Metacritic, 9,2 á Rotten Tomatoes og 8,1 hjá notendum Imdb. l Bandaríski leikarinn Nick Robertson sem leikur Simon er án nokkurs vafa upprennandi stórstjarna í kvikmyndaheiminum en hann lék í sinni fyrstu bíómynd fyrir fimm árum. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sín í Jurassic World, The 5th Wave og Everything Everything og með frammistöðu sinni í Love, Simon þykir hann endanlega hafa sýnt og sannað leikhæfileika sína svo um munar. l Jennifer Garner og Josh Duhamel leika foreldra Simonar. Veistu svarið? Eins og fram kemur í punktunum hér til hægri lék Nick Robertson m.a. í myndunum Jurassic World, The 5th Wave og Everything Everything. Á móti hvaða ungu og hæfileikaríku leikkonu lék hann í síðastnefndu myndinni? Simon ásamt hinum trausta vinahóp sínum í myndinni. Amöndlu Stenberg. 28 Myndir mánaðarins