Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti | Page 6

Væntanleg í júlí – Spider-Man: Homecoming Köngulóarmaðurinn snýr aftur Peter Parker, öðru nafni köngulóarmaðurinn, snýr aftur í kvik- myndahúsin í byrjun júlí og nú í túlkun enska leikarans Toms Holland. Þetta er reyndar í annað sinn sem við sjáum hann í hlutverkinu því eins og fólk man vafalaust blandaði hann sér í slaginn í síðustu Captain America-mynd, Civil War. Þessi nýja mynd, sem hlotið hefur heitið Homecoming, hefst fljótlega eftir atburðina í Civil War, en er um leið nýtt upphaf sögunnar um köngulóarmanninn því Peter Parker er hér tiltölulega nýbúinn að öðlast þá hæfileika sem fylgdu biti eitruðu köngulóarinnar. Þar sem Peter er enn svo gott sem óreyndur í hinu nýja hlutverki sínu nýtur hann handleiðslu Tonys Stark sem getur að sjálfsögðu frætt hann um ofurheima en leggur samt áherslu á að hann haldi áfram með líf sitt og skólagöngu. Það líður hins vegar ekki á löngu uns Peter fær sitt fyrsta stórverkefni: Að glíma við hinn illa en gríðaröfluga Adrian Toomes, öðru nafni The Vulture. Þótt Peter finnist ekkert skemmtilegra en að leika sér með hina ný- uppgötvuðu hæfileika sína verður hann að standa sig í skólanum. Við kynnum myndina að sjálfsögðu nánar í næsta blaði en þeir sem vilja vita meira strax geta farið á netið og kíkt t.d. á stiklurnar. Þar sem Peter Parker er án mikillar reynslu í ofurhetju- heimum tekur Tony Stark hann í nokkrar kennslustundir. 6 Myndir mánaðarins En alvaran tekur brátt við þegar Adrian Toomes lætur til skarar skríða sem hinn öflugi og illi Vulture og Peter Parker fær um nóg að hugsa.