Rough Night
of mikið
Slett úr klaufunum
Gamanmyndin Rough Night segir frá fimm vinkonum sem ákveða að leigja saman strandhús og skella sér út á lífið í tilefni þess að ein þeirra er að fara að gifta sig . Til að byrja með gengur allt vel og vinkonurnar fimm skemmta sér konunglega eða allt þar til óvænt atvik setur risastórt strik í reikninginn .
Já , já , það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini og skemmta sér en í tilfelli vinkvennanna Jess , Blair , Pippu , Alice og Frankie breytist gleðin í angist þegar ein þeirra verður strippara einum að bana , alveg óvart . Í örvæntingu taka vinkonurnar ákvörðun um að hringja ekki á lögregluna heldur breiða yfir vitneskju sína um dauða mannsins , en sú ákvörðun er auðvitað rakin uppskrift að enn verri vandræðum ...
Vinkonurnar Blair , Alice , Jess , Pippa og Frankie eru leiknar af þeim Zoë Kravitz , Jillian Bell , Scarlett Johansson , Kate McKinnon og Ilönu Glazer .
Rough Night Gamanmynd
Aldurstakmark ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Aðalhlutverk : Scarlett Johansson , Zoë Kravitz , Kate McKinnon , Jillian Bell , Ilana Glazer , Ty Burrell , Colton Haynes og Dean Winters Leikstjórn : Lucia Aniello Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Borgarbíó Akureyri , Selfossbíó , Skjaldborgarbíó , Ísafjarðarbíó , Króksbíó , Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó
97 mín
Frumsýnd 14 . júní
Punktar .................................................... l Stærsti hluti myndarinnar er tekinn upp við Lönguströnd ( Long Beach ) í Kaliforníu nema bar- og bæjaratriðin sem eru tekin upp á Hermosa-ströndinni , norðvestur af Lönguströnd .
l Þeir sem þekkja vel til svartra bandarískra kómedía kannast áreiðanlega við þemað í Rough Night , en segja má að hún sæki grunnsöguna í myndirnar Very Bad Things , Stag og jafnvel í myndina Weekend at Bernie ' s , sem var ein af aðalgrínmyndum ársins 1989 .
l Rough Night er fyrsta bíómynd Luciu Aniello , sem bæði leikstýrir , framleiðir og skrifar handritið . Lucia er samt enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð og á meðal fyrri verka hennar má nefna þriggja þátta sjónvarpsseríuna Time Traveling Bong sem mörgum þótti afar góð og frumleg . Lucia er nú að skrifa sína næstu mynd sem verður afbrigði af 21 Jump Street , en með konum í aðalhlutverkunum .
Til að byrja með er alveg ægilega gaman en það á eftir að breytast .
Veistu svarið ? Scarlett Johansson hefur í gegnum árin sýnt að hún getur leikið hvað sem er og er jafnvíg í hinum ýmsu gaman- , drama- , spennu- , hasar- og ofurhetjuhlutverkum auk þess að vera eftirsótt í talsetningar . En í hvaða gamanmynd lék hún síðast ?
Eins og allir vita þá er besta leiðin til að díla við stress og óvænt áföll að fá sér pítsur , eða það segja þær Pippa og Blair alla vega .
20 Myndir mánaðarins
Hail , Caesar !