Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti | Page 10

Væntanleg í júlí – Valerian and the City of a Thousand Planets

Draumaverkefni Bessons

Leikstjórinn , handritshöfundurinn og framleiðandinn Luc Besson sendir í júlí frá sér myndina Valerian and the City of a Thousand Planets , en hún er byggð á frönsku teiknimyndasögunum Valérian et Laureline eftir Pierre Christin með teikningum eftir Jean-Claude Mézières . Þessar sögur komu fyrst út árið 1967 og voru í miklu uppáhaldi hjá Luc þegar hann var ungur og segir hann að allt frá því að hann byrjaði að búa til kvikmyndir hafi gerð myndar eftir þessum sögum verið draumaverkefni hans .
Myndin gerist á 28 . öld þegar ferðalög í gegnum tíma og rúm eru álíka einföld og búðarferð er núna . Allar viti bornar lífverur alheimsins geta því ferðast um að vild og vinsælasti áfangastaðurinn er borgin Alpha sem er einnig nefnd borg hinna þúsund pláneta vegna þess að þar er að finna íbúa frá öllum byggðum plánetum alheimsins . Aðalpersónurnar eru
Það koma margar furðuverur við sögu í þessari mynd enda eru þær frá vetrarbrautum og plánetum sem við hér á Jörðinni höfum aldrei heyrt um áður . Þessar þrjár sem sjást hér eru langt frá því að vera þær skrítnustu ! þau Valerian og Laureline ( Dane DeHaan og Cara Delevingne ) sem hafa þann starfa með höndum að gæta að öryggi manna á meðal allra hinna geimveranna . Dag einn uppgötvast að eitthvað óeðlilegt er að gerast í Alpha og þegar þau Valerian og Laureline fara að rannsaka málið kemur í ljós að það eru langt frá því að vera ýkjur .
Myndin er langdýrasta evrópska mynd allra tíma en hún mun hafa kostað 197 milljónir evra . Sjálfur segir Luc að þeim peningum hafi verið vel varið og að áhorfendur muni upplifa nýja gerð af kvikmyndalist þegar þeir sjá hana . Við kíkjum betur á málið og myndina í næsta blaði .
Rihanna leikur stórt hlutverk í myndinni og hér t . h . má sjá hvar Luc Besson stillir sér upp að baki þeirra Valerians og Laureline .
10 Myndir mánaðarins